mánudagur, september 25, 2006

Í sól og sumaryl

Hef komist að því að geggjað veður og lærdómur getur vel farið saman :) Fór með Áróru og Ásgeiri Karli á ströndina í gær, þar lágum við eins og fínar frúr með öl í annarri og bókina í hinni á meðan Ásgeir tíndi steina og veiddi marglyttur - við vorum hins vegar ekki alveg jafn spenntar fyrir marglyttunum eins og gefur að skilja ;)

Sat svo í dag á svölunum heima hjá mér og las í blankalogni og um 30 stiga hita (í sól þ.e.a.s.). Gamla meira að segja komin með smá lit og marglyttan sést ekki - allavega ekki í bráð! Fór svo að hitta Áróru og Ásgeir þar sem Áróra fór að sækja bílinn sinn í Norrænu og ég átti alveg 30 kg. tösku í þeim eðalvagni. Ótrúlegt hvað hægt er að koma miklu dóti fyrir í einum bíl og vorum við alveg að tapa okkur í upppakkelsi (nýtt orð!) og fagnaðarlátum yfir því hvað leyndist í töskunum (maður getur nú ekki alveg munað hverju maður pakkaði niður fyrir 2 mánuðum síðan).

Setti inn myndir undir september 2006 - reyndar ekki margar en eitthvað er betra en ekkert ;) Fer vonandi að bæta úr því en ferðaplön eru í fullum gangi. Álaborg, Skövde, Helsinki, Pétursborg, Skagen og Kaupmannahöfn eru efst á blaði. Miklar spegúleringar eru í gangi hvort ég lifi af kuldann í Montréal í janúar en á bara eftir að skoða hvort fjármagn sé til fyrir slíkri ferð. Langar svo að heimsækja Gaby mína og Luis og að sjá litla Luka sem ég hef bara aldrei hitt en þar sem ég hef gerst sjálfskipuð "tia" þá fylgja því ákveðnar skyldur sem flestar fela það í sér að ofdekra molann :) Afleggjari af peningatré óskast, þarf að vera í góðu standi og gefa vel af sér ;)


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gunna á afmæli í október kannski að við gefum henni lifandi ammiligjöf.......

Nafnlaus sagði...

Heppin Gunna ;)