föstudagur, september 08, 2006

Det var ikke så svært

Búin að vera með í maganum í marga marga daga út af þessum eina danska kúrsi sem ég asnaðist til að taka... fór í fyrsta tímann í dag og þetta var bara mun léttara en ég átti von á! Ég skildi náttúrulega ekki allt en það gerir ekkert til því ég náði samhenginu og gat meira að segja glósað ágætlega. Þá er bara að fara að drífa sig í að ná að tala dönskuna betur svo ég falli nú ekki á því í prófinu ;)

Annars líst mér bara nokkuð vel á þetta allt saman, fínir kennarar og mjög áhugaverðir kúrsar. Stóð í rúma 2 tíma við ljósritunarvélina í lagadeildinni í gær við mikinn fögnuð samnemenda minna en þeir urðu bara að sætta sig við biðina því kreppan þurfti að ljósrita 600 bls ;)

Er annars komin með nýtt símanúmer +45 28 71 33 34 ef ske kynni að einhverjir þyrftu að ná á mér :)

Jæja, íbúðin þrífur sig víst ekki sjálf (merkilegt að það skuli ekki vera hægt í Danmörku) og hún er vægast sagt ekki smekkleg akkúrat núna ;)

Engin ummæli: