fimmtudagur, september 14, 2006

Sól, sól, skín á mig


Loksins, loksins fór ég á ströndina :) Veðrið síðustu daga búið að vera yndislegt (vá, gott að blogga um veðrið!) og ég nýtti mér það sko í dag og las í sólbaði niðri á strönd. Lífið gæti bara ekki verið betra.

Annars er lítið að frétta. Önnur vikan í skólanum að klárast og ég einhvern vegin ekki að standa mig. Hef svo sem lesið, bara aðeins of lítið en stefnan er tekin á maraþonlærdóm um helgina og jafnvel ekkert djamm - en það er nú samt ekki alveg víst ;)  Binni hennar Svönu er búinn að vera í bænum í nokkra daga og bara skemmtilegt að hitta hann. Vonandi að fleiri taki sér hann til fyrirmyndar og skelli sér til Árósa ;)

Svo fjölgaði í nánasta lögfræðihópnum fyrir stuttu. Jóna og Steini eignuðust lítinn prins þann 10. 
september. Mig langar svo að koma heim og kíkja á hnoðrann sem er náttúrulega 
þvílíkt sætur :) 

Setti inn heilar þrjár nýjar myndir undir ágúst 2006, síðan við kvöddum Lydiu en  ég hef einhvernveginn ekki tekið mikið af myndum undanfarið - reyni að bæta úr því við tækifæri :)

Engin ummæli: