sunnudagur, október 08, 2006

... Að djamma, fram á nótt...

Þegar það er betri hugmynd að bíða í 50 mínútur eftir fyrsta strætó úr bænum á sunnudagsmorgni heldur en að standa í leigubílaröðinni, er kominn tími fyrir gamlar konur að endurskoða þessar bæjarferðir! Guði sé lof fyrir flíspeysur og lopasokka ...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já já þekki þetta - borgar sig alltaf að bíða eftir að bússinn eða metróið byrji að ganga!

Annars skilst mér að ég hafi hrunið niður einhverja stiga eftir djammið í gær. Það er skýringin af hverju ég er með tvö stór fjólublá bólgufjöll á sitthvorum sköflungnum.

Spurning hvort maður ætti ekki aðeins að hægja á djamminum og taka þetta síðan bara með trompi í Rússlandi eftir þrjár vikur!

Nafnlaus sagði...

Alltaf dálítið erfitt þegar óútskýrðir marblettir láta sjá sig eftir djamm ;)
Djammið er komið á hold á þessum bænum þangað til haldið verður til Finnlands og Rússlands - maður verður jú að lesa annað slagið ;)