sunnudagur, október 22, 2006

Draumar og annað skemmtilegt


Hafiði séð eitthvað jafn krúttlegt. Svona voru þeir nú einu sinni sætir og stilltir þeir Jóhann Þór, Pétur og pabbi minn :) 

Af mér er lítið að frétta, hef verið í lærdómi alla vikuna, að vinna upp það sem ekki hefur verið lesið í vetur og tryggja næstu viku þegar ég verð í Finnlandi og Rússlandi :) Hef því átt mjög rólega daga en í staðinn haft mikið að gera við það að dreyma alls kyns rugl og vitleysu á næturnar. Hef vaknað svo dauðþreytt síðustu 4 daga þar sem það er svo mikið að gera hjá mér í draumunum!! Reyndar ekki jafn slæmt og þegar ég var í Zöruævintýrinu og var oft búin að taka utan af sænginni minni og brjóta saman þegar ég vaknaði eða jafnvel búin að skipta um náttföt, enda veit það hver heilvita maður að maður lætur nú ekki standa sig að því að vera í sömu náttfötunum kvölds og morgna ;)

Áhugavert samt, að þó ekki hafi verið mikið vit í öllum þessum draumum mínum þá dreymdi mig að ég væri komin aftur heim á Þórshöfn í nótt. Veit ekki hvort það er af því að ég hef ekki komið heim í svo alltof langan tíma (4 dagar um síðustu jól teljast varla með) en allavega þá labbaði ég um allt þorpið mitt og heilsaði öllum sem á vegi mínum urðu, bara eins og í gamla daga. Þurfti svo að tékka á því hvort það væri ekki allt eins og það á að vera, öll hús á sínum stað, fótbolti útá velli, unglingarnir í sjoppunni og sjómennirnir niðri á bryggju. Vaknaði í einhverju nostalgíukasti og sé dýrðina og dásemdina alveg í rósrauðum bjarma ;)

Flug til Finnlands á þriðjudaginn og svo Rússland á fimmtudaginn. Með Laufey sem leiðsögumann í Helsinki getur þetta bara ekki klikkað. Laganemamóttaka og Sauna komið á dagskrána en svo á að "play it by the ear" - finnst það svo miklu meira spennandi en að hafa niðurnjörfaða dagskrá allan tíman :) Er að farast úr spenningi akkúrat núna.

Mamma og pabbi koma svo eftir 2 vikur og ekki seinna vænna en að fara að plana allt sem þau verða að sjá í fyrstu ferð, eins gott að þau láti sjá sig oftar en einu sinni á einu ári!



7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey - var að spá með saununa - eigum við ekki að fara annað kvöld? (ég panta hana bara). Er eiginlega búin að bjóða í partý heim til mín eftir kokteilinn ;) og síðan verður farið á Bari-kampanen!!! Og ég hlakka svo til - verður svo gaman að losna við þessi próf og sletta aðeins úr klaufunum :)

Nafnlaus sagði...

Ekki málið, við höfum nógan tíma til að fara í sauna :) Verður bara gaman að líta aðeins á lífið og sletta úr klaufunum - Kominn tími til ;)

Nafnlaus sagði...

Sælar! Allt fínt að frétta úr skálagerðinu. Vorum að koma úr einkaþjálfuninni og að sjálfsögðu náðum við góðum árangri í þessari viku enda búnar að vera svangar alla vikuna:-)Bóndinn nánast horfin búin að standa sig svo vel. Erum líka farnar að smita út frá okkur því feita flugfreyjan í númer 5 er farin að huga að heilsunni. Hafðu það gott og aldrei að vita nema við verðlaunum okkur með ferð til Danmerkur.

Nafnlaus sagði...

Ég dáist að dugnaðinum í ykkur. Líst mjög vel á verðlaunaferð til Danmerkur, ekki síst þar sem þið eruð farnar að smita út frá ykkur ;) Ekki það að það myndi strax styrkja magavöðvana bara að fá ykkur í heimsókn. Mig er svo farið að vanta dömuhitting :)

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega var faðir okkar sætur!! Vil benda hér á eitt háalvarlegt mál. Voru þessu fallegu bleiku blóm alltaf á síðunni þinni? Var að taka eftir þeim núna. Hef kannski tekið eftir þeim og svo bara gleymt því... gæti verið... Allavegna te quiero cari

Nafnlaus sagði...

Ákvað að kvitta fyrir mig, datt inná þessa síðu og sá að það er mín gamla skólasystir sem er með hana.

Nafnlaus sagði...

Takk Elfa fyrir kvittið, gaman að sjá að gamlir skólafélagar rata inn á síðuna :)