Árið 2007 á morgun, síðasti dagur ársins 2006 í dag - eins og svo oft áður hefur tíminn flogið áfram án þess að maður geri sér grein fyrir því. Árið hefur hins vegar verið mjög viðburðarríkt og gott og vonandi að árið 2007 haldi áfram á sömu braut.
Jólin búin vera yndisleg. Aðfangadagur var óvenjulegur en ég hefði ekki getað hugsað mér hann betri. Við borðuðum ofboðslega góðan mat eins og vera ber, spiluðum og kjöftuðum fram á nótt. Þó svo að það hefði örugglega verið gaman að fara heim um jólin (þar sem alltaf er best að vera) þá er ég alveg búin að sjá að jólin snúast ekki bara um hefðir og að allt sé eins og það hefur alltaf verið heldur miklu frekar um það að gera "heima" þar sem maður er í það og það skiptið. Að njóta þess að eiga óvenjuleg jól í stað þess að sakna jólanna sem maður hefur alltaf átt.
Jóladagur og annar í jólum einkenndust af bókalestri, Nóa Síríus (sem leyndist mér til mikillar gleði í einum jólapakkanna), smákökum, laufabrauði og malti og appelsíni. Alveg ótrúlega næs. Brugðum okkur reyndar að sjá Bond á annan í jólum - bara þrælgóður Bond og þrælflottur í kaupbæti ;)
Takk öll sömul fyrir jólakveðjurnar og jólakortin – gott að vita til þess að það er hugsað til manns í útlöndunum. Í tilefni þess hef ég sett inn myndir undir jól og áramót ef einhverjir vilja sá heimildarmyndir af herlegheitunum :)
Jóhann og Anna María mín komin og svo yndislegt að hafa þau :) Við Anna María erum búnar að hreinsa allverulega úr búðunum og fæturnir aðeins farnir að þreytast eftir margra klukkutíma þramm á strikinu. Karolina, vinkona mín frá Póllandi, kom svo í gær og verður hjá okkur um áramótin. Klikkuðum reyndar á því að kaupa flugelda þar sem þeir voru ekki seldir á strikinu ;) Vonum að dönsku kreppurnar séu ekki jafn sparsamar á flugeldana eins og þær eru á jólaskreytingarnar! Það er eitt hús í mínu hverfi sem er almennilega skreytt en jólaseríur sjást annars á stangli. Menn hafa hins vegar verið býsna ötulir við að sprengja síðan fyrir jól þannig að ég vona að við sjáum nokkra flugelda.
Engin áramótaheit komin á listann - tillögur vel þegnar í kommentin ;)
Gleðilegt nýtt ár!
4 ummæli:
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Guffi og Co
Árið gamla mín....:)
hæ sæta. hvað má ég vera lengi hjá þér? 5-14 mars, does that work for you? og ertu búin að tékka á shakiru?
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu góðu.. :)
Gaman að geta fylgst með framabraut þinni hér. Ég brosti innra með mér þegar ég las í einu blogginu þínu að þú hafir fengið 11 í prófi.. Ef einhverjum tekst það þá tekst þér það ;)
Kv.
Anita Hólm
Skrifa ummæli