Þá er ég orðin ein í kotinu aftur. Þrátt fyrir að vera algerlega ósambúðarhæf þá verð ég að viðurkenna að það er nú bara hálf tómlegt að vera allt í einu ein eftir að hafa haft þetta frábæra fólk (í misstórum skömmtum þó) í heimsókn :) Takk Jóhann og Anna María fyrir komuna, þið björguðuð algerlega áramótunum :) Hlakka til að fá ykkur aftur sem allra fyrst ;)
Áramótin komu og fóru, Árósabúar gáfu Reykvíkingum ekkert eftir í "flugeldauppskjóti" sem var mjög hressandi eftir að jólaskreytingavonbrigðin ;) Að sjálfsögðu létum við okkur ekki vanta í bæinn á eftir og skriðum svo heim í ból undir morgun eftir ævintýralega heimferð. Nýjársdegi var svo eytt í sælgætis- og smákökuát yfir Sex and the City maraþoni við mikinn fögnuð bróðurs sem hefði örugglega ekki viljað eyða deginum öðruvísi ;)
Við Jóhann fórum svo til Svíþjóðar þann 3. janúar í heimsókn til Jóhanns Sigurðar, Önnu Ýrar, Tóta og Karitasar Guðrúnar. Það er eitthvað við það að koma til þeirra, það er allt svo hyggeligt og kósí og við höfðum það svo allt of gott. Frábær matur á hverju kvöldi að hætti húsfreyjunnar og gott spjall yfir Daimkaffi og súkkulaði (eða rauðvíni) gerði þetta að algeru eðalfríi. Aðalpersónur heimsóknarinnar voru náttúrulega gullmolarnir Tóti og Karitas Guðrún og var yndislegt að fá að knúsa þau aðeins og kreista. Elsku Jóhann og Anna, hjartans þakkir fyrir okkur, eins og alltaf var yndislegt að fá að gera hjá ykkur innrás.
Næst á dagskrá er að girða í brók og læra Børne- og ungdomsret af kappi, verður stemning að fá að taka eitt munnlegt próf á dönsku!
Búin að setja inn myndir frá Svíþjóðarferðinni undir Svíþjóð - surprise, surprise ;)
fimmtudagur, janúar 11, 2007
Home alone
Birt af
Gulla
kl.
15:09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli