miðvikudagur, janúar 17, 2007

Lærdómspása

Mjög svo mikil þörf á henni - alveg að mygla á lestrinum en ekki vegna þess að mér finnist efnið leiðinlegt heldur af því að það tekur mig aðeins lengri tíma að tileinka mér allan danska orðaforðan sem tilheyrir kúrsinum ... Akkúrat núna finnst mér ekki svo skynsamlegt að hafa valið að taka einn kúrs á dönsku og að ætla að þrjóskast við að taka prófið á dönsku þó svo að mér standi til boða að tala ensku í prófinu. En eins og svo oft áður þá er þrjóskupúkinn skynseminni yfirsterkari, ég get, ég vil, ég skal, ég ætla!

Laufey á leiðinni til mín - smá dítúr á leiðinni "heim" til Finnlands - og ég hlakka svo til að taka mér smá pásu frá barnaréttinum og njóta þess að hafa einn dag í að sýna henni allt það markverðasta hér í Árósum, spjalla yfir góðu hvítvínsglasi og þar fram eftir götunum. Spáir reyndar rigningu og stormi á morgun en við erum nú ekki víkingar fyrir ekki neitt og látum slíkt ekkert á okkur fá ;)

Annars lítið títt nema almennar pælingar um sumarið og haustið og lífið og tilveruna - tilvistarkreppan í hámarki en alveg að fást niðurstaða í þetta allt saman. Það er svo gott við próflesturinn að maður getur einbeitt sér að öllu öðru en lærdómnum og klárað svo ótrúlega mörg ókláruð mál - sem þó gætu vel beðið þangað til eftir próf ;) Mottó í próflestri: Aldrei að geyma það til morguns sem maður getur gert í dag - nema það heiti lestur eða lærdómur ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar...Kvennfélagsfundur á sunnudag kl.19 ertu klár á msn? Læra smæra....hahahahahaah...Skál!

Nafnlaus sagði...

Hæhæ gamla mín og gleðilegt árið. Þú getur nú hlakkað til dömuferðarinnar næsta sumar þegar þú ert að mygla yfir bókunum ;)
Er einmitt í Viðskiptalögfræði núna og þetta er þvílíkt mikið lesefni !!!!!
Kveðja, Lína.

Nafnlaus sagði...

Sælar :) gaman að rekast á þig í sumar i árhús :) hrein tilviljun hehe! allavega eg stefni á að koma flytja til árhús í ágúst :) við vorum einmitt að dást að íbúðinni þinni :) vonandi finnum við okkur svona fína íbúð :) kv,mæja ben :)

Gulla sagði...

Allt að gerast í kommentunum!

Tóta: Verð örugglega á msn á sunnudaginn - annars segið þið mér bara hvað verður ákveðið ;)

Lína: Það er sko alveg að koma mér í gegnum lærdóminn að það sé dömuferð á dagskrá. Gangi þér vel í viðskiptalögfræðinni - verð að viðurkenna að ég öfunda þig ekkert sérstaklega ;)

Mæja Ben: Það var ótrúlega gaman að hitta á ykkur í Århus - síðasta sem maður á von er að maður hitti einhvern sem maður þekkir :)
Mikið öfunda ég ykkur af því að vera að flytja hingað út, vildi óska að ég gæti verið lengur en út júní. Viss um að þið finnið góða íbúð - borgar sig bara að fylgjast vel með og jafnvel að hafa einhvern að vinna í málinu hérna úti :)