Það er að sjálfsögðu allt að gerast í próflestrinum, þ.e.a.s. allt nema lestur ;) Held í vonina að kennarinn minn aumki sig nú yfir mig og hleypi mér í gegn - íslenski hreimurinn á dönskunni minni fær vonandi einn heilann og þá ætti nú ekki að vera mikið mál fyrir gömlu að muna rest ;)
HM í handbolta byrjað og strákarnir okkar að spila fyrsta leikinn í dag. Ég má að sjálfsögðu ekki missa af því, enda getur það ekki verið annað en gott fyrir lærdóminn, að koma sér í baráttuham yfir sjónvarpinu :)
[Uppfært kl. 16.00 - Hvað er málið með þetta???!! "Bein útsending á leikjum frá HM í handbolta er aðeins aðgengileg innanlands. Búast má við miklu álagi á streymivef Sjónvarpsins á meðan á sýningu HM stendur." Gott að vera íslendingur í útlöndum núna!]
Undankeppni Eurovision er annað á dagskrá sjónvarpsins í dag sem ekki má missa af. Það borgar sig ekki að lesa yfir sig - það getur verið mannskemmandi ;)
Svo er nú alltaf gaman að fá gleðifréttir að heiman - Rúnar og Hilma eignuðust prinsessu númer 2 þann 17 janúar, alveg ofboðslega fallega :) Til hamingju með það stóra fjölskylda :)
laugardagur, janúar 20, 2007
Áfram Ísland!
Birt af
Gulla
kl.
11:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli