Orðið greindarvísitöluskertur hefur í dag öðlast nýja merkingu. Það fyrsta sem ég rak augun í þegar ég skoðaði mbl.is í morgun var sú stórfrétt að Ólafur Geir Jónsson, fyrrverandi fegurðardrottning í nokkra daga, hefur fengið gjafsókn til þess að höfða skaðabótamál gegn forsvarsmönnum Fegurðarsamkeppni Íslands vegna sviptingar á titlinum Herra Ísland. Telur hann sig hafa misst vinnuna vegna þessa og orðið fyrir ærumeiðingum.
Ég segin nú bara eins og Ragnar Reykás hér forðum daga; Ma.., ma..., maður bara áttar sig ekki á svona vitleysu! Hversu gamalt þarf fólk eiginlega að vera til þess að átta sig á því að það þýðir ekki að kenna öðrum um eigin heimsku! Þarf fólk aldrei að horfast í augu við það að maður ber sjálfur ábyrgð á því sem maður tekur sér fyrir hendur og þarf að sama skapi að takast á við afleiðingarnar. Nú er ég engin sérstakur stuðningsmaður fegurðarsamkeppna og finnst eiginlega bara frekar glatað að keppa í fegurð - ég veit, ég veit, þetta er það sem við ljóta fólkið segjum alltaf ;) - en komm on, hversu mjög getur það verið mönnum til ærumeiðingar að vera sviptur titlinum þegar atvinna manns er almennur fávitaskapur í sjónvarpi!
Það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér, kannski horfa atvinnurekendur á það hvort menn hafi hlotið eða verið sviptir titlinum Herra Ísland þegar kemur að því að velja menn í vinnu og láta það vera ráðandi þátt í því hvort viðkomandi hlýtur vinnuna eða ekki. Kannski hefur það engin áhrif á atvinnurekendur hvað menn aðhafast í sjónvarpsþætti eða í kjölfar þess að vera sviptir titlinum Herra Ísland. Kannski er ég bara bitur af því að ég var aldrei með í fegurðarsamkeppni ;)
Stundum verða menn að líta í eigin barm og takast á við afleiðingar eigin ákvarðana. Þannig er lífið bara.
En að öðru ... Laufey farin og maraþon lærdómur á dagskrá. Ekki frá því að það hafi hreinlega bjargað geðheilsunni að fá svona gott tækifæri til að líta upp úr bókunum í smá stund. Við létum rigninguna (og síðar slydduna) ekkert á okkur fá og þrömmuðum um bæinn svona til að sjá allavega það markverðasta ;) Kíktum á Aros listasafnið sem er algert möst fyrir alla sem koma til Árósa, röltum þar um í rólegheitum og skoðuðum listina. Hrossið, sem er í 50 krukkum ca., vekur alltaf jafn mikla athygli - Marilyn Monroe hans Andy Warhol og The Boy eru líka góð ástæða til þess að gera sér ferð. Út að borða á Grappa, frekar veðurbarðar og blautar í tærnar, og spjall fram eftir kvöldi toppaði svo daginn :)
Takk Laufey mín fyrir komuna (og fyrir hvítvínið, Kristalinn og þristana) og fyrir að bjarga mér frá próflestrinum :)
föstudagur, janúar 19, 2007
Til hamingju! Þú hefur unnið þvottavél ....
Birt af
Gulla
kl.
09:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli