Já, fyrst mér tókst að standast munnlegt próf á dönsku og bara með fínustu einkunn, þar sem ég var ekki einu sinni lægst, þá held ég að núna séu mér allir vegir færir ;) Hefði reyndar alveg viljað vera fluga á vegg þegar ég var inni í prófinu - það gekk á ýmsu við framburð og útskýringar en þetta hafðist og þegar ég var búin að segja aktindsigt nægilega oft þá var framburðurinn barasta orðinn nokkuð réttur ;)
Anja bjargaði mér svo eftir prófið með því að drífa mig með sér í kaffi sem hefur gert það að verkum að ég er ekki alveg ónýt enda komin á fætur á mjög svo ókristilegum tíma. Merkilegt að á öllu þessu háskólasvæði sé ekki hægt að finna almennilegt kaffihús. Þá er nú gott að eiga vinkonur sem búa í næsta húsi við háskólann og gera líka svona gott Latte.
Næst á dagskrá er að þrífa höllina, setja í þvottavél eða 4, kaupa skólabækur og byrja að lesa fyrir næstu átök. Annað átak komið í gang af einskærri nauðsyn en átakið mun kallast heilsuátak og hefur ekki gengið sem skyldi síðasta árið (eða 3). Nú er hins vegar að duga eða drepast því ekki viljum við hafa bingóið í sviðsljósinu á Þorrablóti íslendingafélagsins og svo verður maður nú að vera til stakrar prýði og fyrirmyndar í dömuferðinni sem fara á til Barcelona í haust :) Er eðlilegt að vera strax kominn með fiðring í magann fyrir ferðinni - það er nú ekki á hverju ári sem bóndinn fer í lest í fyrsta skipti á ævinni ;)
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Nú get ég allt sem ég vil ;)
Birt af
Gulla
kl.
15:08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til hamingju með að vera búin! Veit alveg hvað þér er létt. Passaðu bara að slappa vel af núna og byrja ekki alveg strax á næsta brjálæði ;)
Til hamingju með að vera búinn með prófið. Guffi
til hamingju dúllan mín;-)) Auðvitað geturðu allt sem þú vilt, viljinn er nebblega doldið mikið atriði í lífinu og sumir eru bara viljugri en aðrir! svo er bara að slappa af með e-ð annað en góða bók, t.d. fara í göngutúra og varpa virkilega öndinni eftir þetta, eru ekki endur á ánni?
Bestu kveðjur í höllina úr kofanum fyrir norðan allt þar sem skúringar eru orðnar gæluverkefni
Mamman
Hæ!
Til hamingju með að vera búin í þessum prófarugli, alveg raun að slíku...
En ég get ekki beðið eftir að komast í lest tíhí, ætla segja tjú-tjú alla leiðina jibbí!! TJÚ, TJÚ!!!
Skrifa ummæli