fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Bored to death

Leiðindastuðullinn er í botni akkúrat núna! Hver nennir að vera í 10 daga fríi - eftir 4 þá er maður búinn að öllu sem manni dettur í hug að gera og því 6 dagar sem fara í tiltekt eða þrif eða bara almenn leiðindi og flakk um veraldarvefinn. Ég er sem sagt búin að lesa bókina sem Laufey lánaði mér (kláraði hana strax á fyrsta degi nota bene), fara í bæinn, hitta krakkana í lunch, gráta yfir úrslitum handboltaleiks, fara út að hlaupa (og ef ég er byrjuð á því þá er ég ansi langt leidd í leiðindunum), fara í ljós og svo fleira minna spennandi.

Skóli á mánudaginn - gæti bjargað geðheilsunni að fara að læra ;)

Engin ummæli: