Já, það er sko öllu tjaldað til í Melodi Gran Prix og ef menn þurfa að fá Take That til að vera rúsínan í pylsuendanum þá er það bara gert. Finnst þeir nú aðeins hafa látið á sjá síðan mér fannst þeir æði (eins gott að ég er alltaf jafn vel haldin) og að sjálfsögðu vantar aðalmanninn hann Robbie en þetta var flott hjá Dönunum að gera þetta aðeins meira "spænnende".
Verður að segjast að hér er undankeppni júróvisjón aðeins metnaðarfyllri heldur en heima. Sjóið er flottara, lögin eru betri og síðast en ekki síst eru hér flytjendur sem halda lagi og tóni, eitthvað sem mér fannst eiginlega frekar vera undantekningin heima. Ekki það að það eru alveg ca. 5 lög sem hlusta má á ;)
Framlag Dana í Helsinki í ár verður DQ með lagið Drama Queen. Lagið er bara alveg ágætt, alvöru drag drottning á sviði með öllu tilheyrandi (þ.á.m. kórónunni á sviðinu). Vonandi bara að þessi drottning leiki ekki eftir Silvíustælana sælla mininga ;)
laugardagur, febrúar 10, 2007
Take That í Horsens
Birt af
Gulla
kl.
20:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég er alveg að koma sæta. Rock on :)
Skrifa ummæli