Mál málanna í Árósum þessa dagana er verkfall ruslakarla hjá ákveðnu fyrirtæki sem sendi 2 starfsmönnum aðvörun vegna fjarvista þeirra vegna veikinda og til þess að gera þetta enn meira krassandi fá starfsmenn þessa sama fyrirtækis lægri laun en almennt gengur og gerist í bransanum. Er skemmst frá því að segja að allir starfsmennirnir hafa lagt niður vinnu í mótmælaskyni og hefur rusl í ákveðnum hverfum ekki verið hirt í mjög langan tíma (það finnst allavega fólkinu sem býr við hliðina á ruslahaugunum sem nú hafa myndast). Það er líka svo einkar skemmtilegt við þessa ruslahauga að þeir eru ekki bara fallegir fyrir augað, og þjóna þannig augljósum fagurfræðilegum tilgangi, heldur hafa þeir þá aukaverkun að nú heimsækja haugana þessar líka fallegu rottur og lifa eins og kóngafólk af veitingum þeim sem uppá er boðið - hvað er hægt að biðja um meira!
Þetta ágæta fyrirtæki hefur þó ekki séð sér fært að ganga að kröfum starfsmanna sinna og þeir (þ.e. starfsmennirnir) hafnað þeim sáttatilboðum sem borist hafa. Því hafa ruslakarlar (og væntanlega konur líka) um gjörvalla Danmörku sameinast um að fara í samúðarverkfall þar til úr deilunni leysist. Ég hef hingað til verið svo heppin að rusl í mínu hverfi hefur verið hirt svo ég vona bara að málið verði leyst fyrir föstudag svo vinir mínir, ruslakarlarnir, mæti nú á svæðið eins og venjulega. Ég get svo svarið það að ef það fer að myndast haugur fyrir framan húsið mitt (og hvað þá ef ég sé svo mikið sem eina rottu) þá flyt ég aftur heim med det samme!!!
Er svo loksins búin að setja inn nýjar myndir (undir janúar og febrúar) - Allar svo sérdeilis fagrar og skemmtilegar ;)
Þangað til næst, hafið það gott og passið ykkur á flensunni - hún er leiðinleg ;)
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Allt í rusli
Birt af
Gulla
kl.
21:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
bara eins og þegar það rignir í Malaga city. Skíthrædd við þessi kvikindi sem þýðir það að þú verður að vera búin að fiffa þetta áður en ég kem eftir aðeins 11 daga! Annars kem ég ekki. Spíta svo í lófana!
Búin að redda þessu - þurfti ekki meira til en að ég hótaði að flytja heim aftur og þá bara leystist málið ;)
Það verða því engar rottur í móttökunefnd þegar þú kemur ;)
Skrifa ummæli