fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Stundum verður manni orða vant

Var að horfa á myndina The Road to Guantanamo og ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér líður. Held að allir verði hreinlega að sjá hana til að mynda sér sína eigin skoðun. Þvílíkur skepnuskapur og þvílíkir djöfulsins aumingjar sem bera ábyrgðina á þessu. Og sumu fólki finnst þetta bara í lagi (og jafnvel nauðsynlegt) af því að tilgangurinn er sá allra mikilvægasti - all is fair in war agains terror. Af hverju hafa allir þessir "hryðjuverkamenn" (sem sumir hafa verið þarna í fleiri ár) ekki verið sóttir til saka og dæmdir ? Maður spyr sig ...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já alveg er ég sammála þér kona!!!
Þetta er mjög þörf mynd, ég myndi ekki segja að hún væri sérstaklega góð en hún er áhrifamikil.
Ef þú ert í svona réttlætis-bíómynda fíling þá er ein snildar mynd sem heitir "hard candy", þetta er ekki nein main streem mynd og ekki miklum fjármunu varið til gerðar hennar en aðalleikkonan er hrikalega góð. Hún tekur á barnaníðslu á svona dálítið öðruvísi hátt, kanski einmitt út frá því að börn eru ekki vittlaus og þau vita oft meir en fullorðnir gefa þeim credit fyrir.
anyways þá ert þú frábær.
nína

Gulla sagði...

Takk fyrir ábendinguna Nína mín, á pottþétt eftir að leita myndina uppi :)