Það er ca. 20 cm hár snjór á bílastæðinu fyrir framan íbúðina mína og strákarnir eru búnir að festa Carlsberg trukkinn - og ég er ekki að grínast! Nú djöflast félaginn og reynir að fara annað hvort aftur á bak eða áfram en hann situr sem fastastur - ætli þeir hafi aldrei heyrt talað um skóflur ;) Langar svo að fara út með myndavélina en ætla að reyna að hemja mig - þetta hressir mann annars mjög svo við eftir allt of langa inniveru ;)
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hahaha ég hefði farið út og sagt við þá "Hey strákar, ef ég kenni ykkur trixið við að losa bílinn fæ ég þá ekki nokkra kassa í staðinn ;)"
Skrifa ummæli