sunnudagur, febrúar 18, 2007

Þorrablót

Þreytt, þreytt, þreytt í dag. Velheppnuð helgi að baki, Friday Dinner með krökkunum á föstudaginn og svo þorrablót Íslendingafélagsins í gærkvöldi þar sem Helga Braga var veislustjóri. Hún er náttúrulega bara fyndin og skemmtileg og var mikið hlegið. Þarf ekki annað en að sjá hana og þá byrja ég að hlægja - hún er bara dásamleg. Hljómsveitin Sixties hélt svo uppi fjöri fram á nótt og tók þá við einkar "skemmtileg" barátta um að ná leigubíl niður í bæ. Við Soffía máluðum bæinn aldeilis rauðan og hefur annað eins ekki sést í háa herrans tíð. Mikið rosalega hló ég mikið og mikið var allt þetta fólk heppið að ég skyldi hafa lagt leið mína í bæinn ;)

Eins og mér finnst gaman að fara á þorrablót heima (og nú í Árósum líka) og reyni að fara ef ég mögulega get þá verð ég að viðurkenna að mér finnst þorramatur ógeðslegur. Skil bara ekki af hverju það er verið að borða skemmdan mat þegar það er nóg til af góðum mat. Svo ekki sé talað um það að fólk er að borga fyrir allan skemmda matinn - ansi hrædd um að ég þyrfti að fá væna summu til þess að fást til þess að láta þetta ofan í mig. En þar sem ég er svo sem ekkert að deyja úr hor þá gerir nú ekki mikið til þó maður gúffi ekki í sig kræsingunum kvöld eftir kvöld. Þetta endaði með gríðarmikilli skemmtun og miklum hlátri þar sem nokkrir unnu þvottavél (aðallega Soffía) og aðrir ekki ;)

Annars lítið að frétta, lestur og aftur lestur á dagskránni - vil ekki eiga hann eftir þegar Glóan mín kemur loksins til mín :) Hlakka svo mikið til að fá hana til mín svo ekki séð talað um að hrista mjaðmirnar með Shakiru, stórvinkonu okkar ;)

Reyni að setja inn myndir á morgun - búin að taka helling en hef ekki haft tíma til að setja þær inn.

Engin ummæli: