sunnudagur, febrúar 25, 2007

Ferðahugur

Sem mótmæli við flensunni, sem virðist hafa yfirtekið líf mitt þessa dagana, dreif ég mig út í fyrradag og tók nokkrar myndir af snjónum sem hefur sett Danmörku á annan endan. Ekkert nema gott um það að segja enda sjaldan verið jafn fegin því að komast út úr húsi ;) Mjög svo fúl yfir því að hafa eytt heilli viku í þessa vitleysu og enn fúlli þegar ég fór að pæla í því hversu mun betur tímanum hefði verið varið hefði ég bara ákveðið að skrópa í skólann og drífa mig til útlanda - eitthvert þar sem sólin skín nota bene!

Nú hefur flensan að mestu leyti yfirgefið svæðið en mig langar enn til útlanda! Páskarnir á næsta leyti og mig langar svooo að gera eitthvað skemmtilegt - ég meina maður getur nú alveg lesið skólabækurnar í sólbaði ;) Vil því hér með óska eftir ferðafélaga í viku eitthvert þar sem veðrið er gott og sólin skín. Þá vil ég einnig óska eftir vinningi í lottóinu því peningatréð sem óskað hefur verið eftir hefur ekki skilað sér til mín ;)


Glóan mín að koma eftir viku :) Ég hlakka svo til að sjá hana að ég get eiginlega ekki beðið og það er ekki bara af því að hún kemur með allt sem mig langar mest í frá Íslandi (nema fisk - pabbi er búinn að lofa að elda bara fisk handa mér í viku þegar ég kem heim) heldur líka af því að hún er nú einu sinni uppáhalds litla systir mín :) Það er því ekki orðið seinna vænna en að fara að plana sætsíing og komast að því hvað er um að vera í stórborginni Árósum næstu 2 vikurnar.


5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er sól hér í borginni...en ekkert klám þannig að ég myndi fara eitthvað annað...

Nafnlaus sagði...

jeijeijei. Ég er að koma eftir 5 daga!

Nafnlaus sagði...

4 dagar!!!!

Nafnlaus sagði...

ekki á morgun, ekki hinn heldur hinn!!

Nafnlaus sagði...

jeiiii, hlakka svo til að sjá þig engillinn minn :)