fimmtudagur, mars 01, 2007

Magnað

Þegar manni finnst maður vera búinn að eyða tæpu ári í tóma vitleysu þá er ekki gaman að vera til ! Það eina í stöðunni virðist hins vegar vera að læra af reynslunni og reyna að muna næst að maður er orðinn of gamall fyrir svona unglingaævintýri.

Glóan mín að koma ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn :) Það verður mikil gleði í gullulandi þá :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AAAAALLLLLLLDDDDDRRRREEEIIIII of gamall

Nafnlaus sagði...

ekki á morgun heldur hinn!! dreymdi samt alveg fullt sem ég var að gleyma þannig að ég þarf eitthvað að endurskipuleggja :(

Nafnlaus sagði...

Hvað segir - ég sem hélt að það væri svo gaman að læra "Europæisk og dansk menneskeret" ? ;)

hvað helduru að maður fái ekki bakþanka stundum - en ég nú einu sinni þannig að ég fæ bara bakþanka yfir því sem ég EKKI gerði. Þá held ég að það sé að minnsta kosti skárra á fá bakþanka yfir einhverju sem þú komst í verk!

p.s. ég á semsagt að vera skrifa ritgerð en í staðinn skrifa ég ör-ritgerðir í komment á öllum bloggum sem ég kemst í! Ótrúlega heilbrigt :)

Nafnlaus sagði...

Elskan mín, sko svona er þetta..... ertu til!!!!! Spennó!!!
Við sköpum okkur þetta sjálfar. Ef það á að vera gaman þá er gaman, ef það er erfitt þá er erfitt. Nú er ég orðin hressari eftir flensuna uppfull af remedíum og blómadropum og neita að gefast upp. Þremillin hvað þetta getur verið erfitt stundum, þú fékkst nú smá sýnishorn á því hversu annasamt líf mitt er stundum. En í lok dagsins þá getur maður sagt, vá þetta er nú ekki allt til einskis. Ef þú ákveður eitthvað ekki gera þá hið gagnstæða í einhverri sjálfseyðinga hvöt eða refsingu, verum góðar við okkur sjálfar og við hvor aðra þá líður okkur betur. Það var nú soldið gaman í gær þrátt fyrir alla truflunina, stílana, skeiningarnar, gubbið, fimleikaæfingarnar, þvottastússið og það. Love you Bryndís

Nafnlaus sagði...

Dúllan mín, tilgangurinn kemur oft ekki í ljós fyrr en mörgum árum seinna, láttu mig vita það! (ég er meira að segja búin að finna tilganginn með öllu sem ég kom ekki í verk) svo nú er það bara þolinmæðin manstu ;))
Vildi bara gjarnan vera með ykkur í Skejbytoften núna, hafið það gott og njótið þess að vera til á meðan þið getið ;))
Kv mamman