Skattskýrslan alveg að klárast - sem betur fer ! Finnst mjög einkennilegt af hverju starfsmenn ríkisskattstjóra hafa aldrei verið tilnefndir til sérstakra verðlauna fyrir einstaka þjónustulund og glaðværð. Þurfti nauðsynlega að hafa samband við skattinn svo ég væri nú með það 100% pottþétt hvað ég þyrfti að senda með skattaskýrslunni minni. Konan sem ég talaði við í sérstöku þjónustuveri sem sett hefur verið á laggirnar vegna skattskila landans var svo HRESS að ég hélt hreinlega að hún myndi hrökkva uppaf úr leiðindum á meðan hún svaraði þeim spurningum sem ég hafði. Í stað þess að lesa yfir konugreyinu um þjónustörf og þjónustulund setti ég í gleðigírinn og hef sjaldan á ævi minni verið jafn kurteis og indæl og ánægð með lífið og tilveruna sem endaði með því að ég þakkaði konunni vel og innilega fyrir veitta aðstoð og óskaði þess að hún ætti nú góðan dag :)
Gleðilegri fréttir eru hins vegar þær að dömurnar eru búnar að bóka ferð í Barcelona í byrjun september :) Aðeins 162 dagar í brottför og ekki seinna vænna en að fara að huga að undirbúningi! Eðal ferðafélagar sem gera það að verkum að ferðin getur ekki annað en heppnast frábærlega - Spurning hins vegar um hvort gera þurfi borgaryfirvöldum viðvart vegna inrásarinnar þar sem við eigum eftir að mála bæinn rauðan með tilheyrandi "dömulegum" hlátrasköllum og látum :)
Svo má ekki gleyma litla prinsinum þeirra Jóhönnu og Guffa sem kom í heiminn í gær, svolítið löngu fyrir áætlaðan tíma og var hann bara 6 merkur elskulegastur. Til hamingju með viðbótina við fjölskylduna elskurnar, vona að allt gangi vel og hlakka svo til að koma heim og fá að knúsa ykkur öll :)
Þangað til næst, verið góð hvert við annað og njótið þess að vera til :)
fimmtudagur, mars 22, 2007
Allt að gerast
Birt af
Gulla
kl.
12:22
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hahahaha bara fyndnar myndir. Verst hvað ég er eila ljót á þeim öllum!! Bara magnað. Elska þig mús
Og mér sem finnst þú eila sæt á þeim öllum - eins og alltaf :)
Te quiero también guapa :)
Hvernig í andskotanum segi ég fornleifafræði på dansk?
arkæologi selvfølgeligt ;)
Skrifa ummæli