Allar svo appelsínugular og fínar eftir verslunarferð gærdagsins, markmiðið var að kaupa ekkert svart og var staðið við það að mestu leyti ;) Vorum mjög þreyttar þegar heim var komið enda ekki nema fyrir hörðustu atvinnumenn að versla í 8 tíma streit og ekki verið gert hér á bæ síðan við Anna María hreinsuðum út úr öllum betri búðum Árósa ;)
Aros listasafnið varð svo nærveru okkar aðnjótandi í dag en þar stendur yfir núna sérleg sýning á verkum Paul McCarty, sem er að mínu mati alvarlega veikur í höfðinu. Skil ekki hvernig sumt fólk hugsar og get bara ekki séð listina við það að sýna hjólhýsi útatað í Hersey's sírópi og myndband þar sem sýnt er hvernig 3 manneskjur maka á sig sýrópinu og velta sér um allt hjólhýsið og það var þó það skársta í sýningunni, allt svo skítugt og blóðugt og ógeðslegt. Frumlegheitin þvílík að ég sá ekki alveg listina.Stefnan tekin á Álaborg á föstudaginn þar sem við systur, ásamt Áróru og Lydiu, ætlum að hrista mjaðmirnar með Shakiru - það verður bara gaman - Shakira, Shakira!!
Miklar pælingar í gangi varðandi páskana, er jafnvel að spá í að fara heim, þ.e. Reykjavíkur heim en ekki alveg heim heim þó það sé allt of langt síðan ég var heima síðast.
Svo á hún Stína mín elskulegust afmæli í dag, orðin 30 ára skvísan :) Til hamingju með daginn dúllan mín, vildi svo óska að ég kæmist norður í afmælið um helgina en við fögnum bara all rækilega í sumar í staðinn :)
miðvikudagur, mars 07, 2007
Shop untill you drop!!
Birt af
Gulla
kl.
21:11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég styð heimkomu um páska tvímælalaust :D :D
Takk fyrir kveðjuna elskulegust :o) Mikið hefði nú verið gaman að hafa þig með um helgina, en eins og þú segir, þá verður þetta tekið út í sumar þegar við förum í bústaðinn ;o) Er ekki annars Jónas klár í afagírinn???
Og ómæómæ hvað þið eruð líka svona sláandi huggulegar og drellifínar í appelsínugulu fallegur systur :o) ...þarf maður að fara að koma sér til Árósa?????
Jónas er alltaf klár í afagírinn ;)
Þarft sko aldeilis að drífa þig til Árósa, þyrftir kanski bara aðeins að gefa þeim tíma til að byggja upp lagerinn í búðunum aftur eftir að stormsveipurinn Eygló var þar ;)
Skrifa ummæli