sunnudagur, mars 18, 2007

Lærdómurinn enn einu sinni

Ójá 2 bls. lesnar í evrópurétti í dag - meira en lesið hefur verið í því ágæta fagi síðastliðinn mánuðinn - Batnandi mönnum (konum) er best að lifa ;) Hins vegar búin að afreka það að setja inn myndir frá Eyglóarheimsókninni og bara fallegar myndir þar á ferð eins og vanalega.

Hadda átti afmæli í gær! Til hamingju með daginn gamla mín, vona að þið hafið getað fengið ykkur við því í tilefni dagsins ;)

Spánn hefur vinningsstöðu í páskafrís-samkeppninni, það er hvort eð er orðið svo stutt þangað til ég kem heim. Ég veit þið saknið mín ógurlega (enda þarf ég að hafa mig alla við svo ég geti svarað þessum gríðarlega fjölda kommenta á síðunni) en ég verð að hryggja ykkur með þeim fréttum að eins og staðan er núna hlotnast Santiago de Compostela væntanlega sá heiður að vera nærveru minnar aðnjótandi yfir páskahátíðina. Svo fékk ég líka páskaegg frá Glóunni minni þannig að ég þarf engu að kvíða ;)




2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, jamm maður tekur svona skot til sín, ekki nógu dugleg að kommenta viðurkenni það alveg. Súrt að hitta þig ekki um páskana, hefði nú samt eflaust misst af þér sökum norðurferðar. En skil alveg og styð spánarferð, ekkert jafn gott til að hressa mann aðeins við heldur en sumar og sól. Vona að þú hafir það nú bara sem allra best og gangi þér vel að læra. Hef ekki enn opnað bók, er ég ekki dugleg. En það er átak að byrja núna, ekki seinna vænna þar sem að prófið er 27. apríl ;o)

Nafnlaus sagði...

Reyndar er ég ekkert duglegri við að kvitta á annarra manna síður ;)
Öfunda ykkur nú pínu yfir því að fara norður um páskana - njótið þess alveg í botn og það er nú allt í lagi að taka smá frí frá lærdómsátakinu ;)
Gangi þér sem allra best með lærdóminn og í prófinu - ég veit þú massar þetta :)
Knúsaðu líka molann frá mér :)