fimmtudagur, mars 15, 2007

Shakira, Shakira!!

Þá er Glóan mín farin og ég ein í kotinu aftur. Tíminn vægast sagt búinn að fljúga áfram og búið að vera svo gaman hjá okkur. Lydia, vinkona mín frá Spáni, kom á miðvikudaginn síðasta og var hjá okkur fram á sunnudag þannig að það er búið að vera mikið líf og fjör.

Tónleikarnir með Shakira standa að sjálfsögðu uppúr enda bara flottust :) Lögðum í hann upp úr hádegi á föstudaginn (sumar hressari en aðrar eins og gengur) á fáknum hennar Áróru sem skilaði okkur örugglega uppá hótel í Álaborg. Þar lágum við nú bara í leti fram að tónleikunum enda tilgangurinn með ferðinni að slappa af og njóta þess að vera til. Lentum að sjálfsögðu í röð dauðans til þess að komast inn í Gigantium þar sem tónleikarnir voru haldnir en þetta hafðist á endanum og tók þá við biðin endalausa eftir því að tónleikarnir byrjuðu. Komum okkur vel fyrir, í miðri þvögunni, með gott útsýni á sviðið því við ætluðum sko ekki að missa af neinu og svo biðum við og biðum og biðum og svo mætti upphitunaratriðið sem var ekki alveg að gera sig og svo biðum við og biðum og biðum eftir aðal atriðinum. Gáfumst upp á að bíða í þvögunni áður en hún mætti á sviðið enda gamlar konur komnar með í bakið af því að standa í svona langan tíma og geta varla hreyft sig ;) Öll biðin var svo fyrirgefin þegar Shakira vinkona mín mætti loksins á sviðið og söng svona líka fallega og dansaði fyrir allan peninginn. Óvæntur bónus við tónleikana að hitta þar Þórhöllu frænku, Öddu og Evu Dögg sem áttu ekki von á að hitta okkur frekar en við þær :) Verst að þær skyldu ekki geta komið með okkur í bæinn eftir tónleikana en það hlýtur að koma annað tækifæri til þess ;) Takk fyrir kvöldið stelpur, æðislegt að hitta ykkur svona óvænt :)

Laugardeginum var svo eytt að mestu í Álaborg þar sem við fundum þetta ótrúlega kósý kaffihús með þvílikt girnilegum matseðli og góðum mat (eitt af því sem vantar í Árósum). Eftir kósýheitin átti svo aldeilis að taka búðarrápið með trompi en okkur var því sem næst hent út úr búðunum því í Álaborg loka þær enn fyrr en í Árósum!! Létum það ekki á okkur fá og fundum búðirnar sem voru opnar til fimm og keyptum og keyptum fyrir allan peninginn :) Drifum okkur svo heim enda ekki seinna vænna því búið var að boða til partýhalds í Skejbytoften og átti eftir að gera og græja. Eins og alltaf var bara gaman að fá allt liðið í partý (allavega þangað til daginn eftir) og bærinn klikkaði ekki frekar en vanalega. Kebab-ið setti svo punktinn yfir i-ið og endaði gott kvöld.

Kaffihúsaferð á sunnudaginn þar sem flestir komu til að kveðja Lydiu. Djúpar rökræður um siðferðileg málefni sem enduðu á að fólk féllst á að vera sammála um að vera ósammála. Við systur fórum svo út að borða á mánudag og vildi svo vel til að við sáum fullt af búðum sem við höfðum ekki komist yfir að fara í þannig að verkefni þriðjudagsins voru næg ;) Vorum svo boðnar í dýrindis pestókjúkling til Áróru á þriðjudagskvöldið og ekki var verra að fá heimagerða ostaköku í eftirmat. Niðurpakk þar sem ég gat komið nokkrum flíkum með í yfirvigtartösku Glóunnar minnar og svo var hún bara farin á miðvikudaginn og skildi mig aleina eftir. Takk fyrir komuna engillinn minn, hlakka til að sjá þig aftur í Reykjavíkinni í sumar :)

Set inn myndir af herlegheitunum síðar - nenni því ekki núna ;)

Engin ummæli: