fimmtudagur, mars 29, 2007

Löggur og bófar

"Lögg' og bóa" var vinsæll leikur í Sunnuveginum í gamla daga, svo sem ekki skrýtið þar sem strákar voru í meirihluta í götunni en ástæðan fyrir því að ég lék hann oftar en ekki sú að stundum var dálítið langt að labba alla leið yfir lækinn til þess að komast í barbí ;)

Á vef Nyhedsavisen í dag kemur fram að börn á leiksólum Kaupmannahafnarsvæðisins leiki nú nýja útgáfu af þessum leik sem nefnist á frummálinu "Politiet mod Ungdomshuset" eða Lögreglan á móti Ungsómshúsinu á hinu ástkæra ylhýra. Í þessari nýju útgáfu eru mótmæli og vegatálmar í aðalhlutverki og barnsraddir sem kalla "lögregluofbeldi" heyrast inn á milli!

Væri svo miklu meira en til í að vera fluga á vegg þegar þessi leikur er leikinn :) Bara fyndið og jafnvel svolítið krúttlegt hvað þau eru fljót að grípa það sem gengur á í samfélaginu hverju sinni ;)

Vildi annars bara minna á að ég er að koma heim eftir 5 daga!

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haaallóoooo!
Er enginn heima? ;)

Nafnlaus sagði...

hehe, á auðveldara með að sjá þig fyrir mér í lögg og bóf með gæjunum í Sunnuveginum en í barbí...
Hafðu það gott

Kveðja
Hilma og co

Nafnlaus sagði...

Kommon Gulla min! Taka sig a i blogginu herna!!! (ja eg er ad skrifa ritgerd...)

Mig langar ad fa frettir fra fodurlandinu ;)

Nafnlaus sagði...

Laufey: Lofa að blogga á morgun eða í síðasta lagi hinn - er bara svo mikið að gera í sólinni að það hefur ekki unnist tími til :)

Hilma: hehe, held að þú sért alls ekki sú eina sem átt auðveldara með að sjá það fyrir þér ;)

Nafnlaus sagði...

Elsku Gulla mín!

Mínar bestu óskir um ánægjulegan og lærdómslausan afmælisdag :) Á ekki að halda eitthvað upp á herlegheitin?

Gulla sagði...

Takk Laufey mín :) Það verður vonandi litið aðeins í bók í dag en íslenskt lambalæri ásamt meðlæti á dagskrá á morgun, ætli maður fái sér ekki aðeins við því í leiðinni ;)

Nafnlaus sagði...

Til lukku með daginn Gulla mín

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku Gulla mín, þú færist óðum nær mér í aldri ;o) mátt sko alveg láta þig hlakka til að komast á fertugsaldurinn, það er BARA dásamlegt skal ég þér segja.
En hafðu það gott elsku dúllan okkar, hlökkum til að fá þig heim í sumar og fara í bústað með "fósturforeldrunum".
Knús frá Dallas, Stína og Salka

Nafnlaus sagði...

Takk elskurnar :)
Svo gaman þegar svona margir muna eftir afmælisdeginum manns :)
Get sko ekki beðið eftir að komast á fertugsaldurinn ... eða þannig ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn.
Guffi og co

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Gulla okkar og gleðilegt sumar.
Til lukku með afmælisdaginn:)vonandi hefurðu það rosa gott í danaveldi.
það var svaka veisla á Hátúninu og alveg geggjað veður í tilefni dagsins. Takk kærlega fyrir gjöfina.
Tóta og Hadda voru skreytingameistarar og stóðu sig rosalega vel en afmæliskakan var bíll því að það var Cars þema í veislunni.... hvernig verður þetta þegar hann verður 2ja ára:o)
Verðum í bandi.
Kveðja,
Maja & family

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og til lukku með 2. í afmæli og sumri;)) Gangi þér vel eldamennskan í kvöld og reyna svo að skvetta ærlega vetrardrunganum úr klaufunum. Góða skemmtun:))
p.s átti að skila kveðju frá Sissu ömmu, hún reyndi að hringja en var ekki með rétt númer!
Kveðja frá Sunnuveginum

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, og til hamingju með afmælið, gleymdist eitthvað aðeins í próflestrinum. Vona að mér verði fyrirgefið. Bara gangi þér vel í próflestri og slíku við hittumst svo á Austurvellinum í sumar ;o)