mánudagur, janúar 22, 2007

Loksins kominn snjór

Það var bara alhvít jörð þegar ég fór á fætur í morgun, mér til mikillar gleði. Búnir að lofa og lofa snjókomu strákarnir í veðrinu og svo hefur bara rignt og ringt og ringt og ringt.

Er nett að brjálast úr hlátri yfir snjómokstursaðferðum húsvarðarins míns sem er búinn að eyða mestum hluta morgunsins í að fjarlægja 3 cm jafnfallna snjóinn frá útidyrahurðum og af gangstígum hér í næsta nágrenni. Gamli nýtur við þetta verkefni grænnar vígalegrar gröfu og nú mokar hann svo og mokar - bara krúttlegur - er svolítið eins og lítill strákur sem fengið hefur nýtt dót í jólagjöf og getur ekki beðið eftir að prófa það ;)

Mikið ógeð fyrir próflestri einkennir annars stemninguna þessa dagana, mikið rosalega verð ég fegin þegar þetta er búið. Verður mjög fróðlegt að sjá hvernig fer með strætóferðir ef það snjóar meira næstu daga - kannski þarf ég að huga að því að labba í prófið ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ músirú. Ég er alveg að koma til þín. Hlakka líka til þegar þú kemur og sérð oddann minn og Hildar. Orðið ótrúlega kósý. Mamma var meira að segja alveg hissa á því hvað þetta er orðið næs afþví að hún hafði enga trú á því. Iss piss. En hérna svo manstu bara að við erum að fara á Shakira beibí :)

Nafnlaus sagði...

Músírú??? Get ekki beðið eftir dömuferðinni okkar jibbí ég fæ að fara í lest ;) Segðu þessum húsverði svo að hætta að moka því það sé kósý að hafa snjóinn!

Gulla sagði...

Glingló - VIÐ ERUM AÐ FARA Á SHAKIRA - Hips don't lie ;)

Verðum eitthvað að skoða þetta músirú ;)

Já Hadda það verður sko aldeilis upplifun fyrir bóndann að fara loksins í lest ;) Er orðin svo spennt að ég eiginlega get ekki beðið - það verður svoooo gaman hjá okkur enda ekki annað hægt þegar jafn miklar dömur eru á ferð ;)