laugardagur, janúar 20, 2007

Er maður orðinn gamall eða bara latur??

Já maður spyr sig! Búin að lesa í um 10 tíma og er gjörsamlega búin á því! Langar mest til þess að skríða undir sæng og fara bara að sofa. Í þá gömlu góðu daga þegar ég var að lesa fyrir almennuna (og flest próf sem fylgt hafa á eftir) gat ég lesið frá kl. 8 á morgnanna til kl. 22 á kvöldin þó með hádegis- og kvöldmatarpásum. Er maður virkilega orðinn svo gamall að maður getur ekki "unnið" nema í 10 tíma á dag - frekar vandræðalegt!

Annars mest fúl yfir því að ég skyldi ekki geta horft á Ísland - Ástralía á í gegnum netið en beinum útsendingum frá HM í handbolta, yfir RÚV vefinn, er einungis hægt að sjá innanlands! Liggur við að ég fari bara að halda með Danmörku - þeir eru allavega með nokkra sæta í liðinu ;)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lesa fyrir próf í 10 tíma straight!!!! Maður ætti nú ekki annað eftir en að taka upp á því á gamals aldri. Þú getur huggað þig við það Gulla mín að ég hef aldrei lesið í 10 tíma fyrir neitt próf og veistu hvað, heimurinn snýst enn ;)