fimmtudagur, maí 10, 2007

Allt tekur enda fyrr eða seinna

Er að átta mig á því að ég er alveg að fara að flytja heim. 9 mánuðir búnir að fljúga áfram og nú er ég búin að panta flugið heim og dagsetningin komin. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka til en samt verður skrýtið að fara héðan frá Danmörku. Þó svo að það að búa hérna eigi ekki sérstaklega vel við mig, hvorki fjárhagslega (alveg laust við það að það sé ódýrara að búa hér en heima) né persónulega þá hef ég nú haft það betur en margur og svo hef ég kynnst svo mikið af skemmtilegu fólki - og reyndar líka ekki svo skemmtilegu fólki en ég þarf aldrei að hafa samband við það meir ;)

Ég hlakka svo til að fara að vinna, að fá Önnu Maríu mína í heimsókn, að fara ísrúnt og í sund með Völlu minni, að hitta dömurnar í hláturskasti, að komast í gott spjall og skemmtilegheit hjá "ðí eisgardens", að knúsa alla villingana (ég sá voða lítið af þeim þegar ég kom heim), að fara í löns með lögfræðiskvísunum eða bara að njóta sólarinnar á austurvelli, að fara heim á Káta daga og síðast en ekki síst þá hlakka ég svo til þess að blokkin mín verði með fegurri blokkum bæjarins og ég er alveg að fara að flytja aftur í hana :)

Annars eru voða miklar pælingar í gangi varðandi sumarið. Verð að sjálfsögðu að vinna í ráðuneytinu "mínu" en er mikið að spá í hvort það gæti mögulega verið skynsamlegt að verða sér úti um kvöldvinnu svona til þess að minnka mínusinn aðeins ;) Ég veit bara ekki hvers konar vinna það ætti að vera því ég nenni ekki að vinna á veitingastað eða bar og ekki einu sinni þó ég fái borgað fyrir það ;) Svo þarf ég eiginlega að fara að hreifa mig í sumar líka því þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um annað þá hef ég ekki hreift á mér rassgatið síðan ég flutti til Danmerkur. Hér hjóla allir eins og geðsjúklingar en mér dettur það hins vegar ekki til hugar, finnst það með eindæmum leiðinlegt og hef ekki stigið á hjól síðan dekkin á gamla bleika hjólinu mínu bráðnuðu þegar kveikt var í bragganum hans pabba í gamla daga. Fæ seint fullþakkað þeim sem stóð fyrir því - sorrý pabbi minn, ég veit maður má ekki segja svona ;)

Hér rignir bara og rignir þessa dagana en það kemur ekki að sök því á mínu heimili er tekin við baráttan við bækurnar. Síðasta prófið 4. júní og þá verður nú heldur betur gaman. Svo þarf ég bara að fara að pakka niður og selja allt dótið mitt og ferðast svo aðeins um Danmörku áður en ég kem heim.

Júróvisjón í kvöld, væri svo til í að vera Laufey sem er í Helsinki núna og að sjálfsögðu löngu búin að tryggja sér miða á keppnina :)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg er heppin kona ja thad verdur ad segjast!!!

Annars var eg lika ad spa i svona kvoldvinnu en er i sama vanda - veit ekkert hvad myndi henta. Vid leggjumst yfir thetta thegar vid komum heim :)

Gangi ther vel i proflestrinum og reyndu nu ad lita eftir mer i sjonvarpinu a laugardaginn :)

Nafnlaus sagði...

Guð hjálpi þér barn, svona segir maður ekki (bara það fyrsta sem mér datt við einu kommenti hjá þér) þú veist hvað ég meina ;))

Nafnlaus sagði...

já segðu fer bara alvega að hitta þig aftur ;) og þá verður Marían með í för

getur fengið hjólið mitt lánað, er búin að hjóla 300 metra ;)

er nokkuð viss um að ég sá Laufey í TV á lördag ;p

gangi þér svo þrusuvel í prófunum :D

Nafnlaus sagði...

gangi tér vel í prófinu í dag ;))
Kveðja af Sunnuvegi

Nafnlaus sagði...

Gangi tér vel í prófinu góða í dag ;))
Kveðja af Sunnuveginum

Nafnlaus sagði...

Gangi tér vel í prófinu í dag ;))
Kveðja af Sunnuveginum

Nafnlaus sagði...

Æi, smá óþolinmæði, bið forláts!

Nafnlaus sagði...

Góð vísa greinilega aldrei of oft kveðin, þetta virkaði ;)

Nafnlaus sagði...

Takk, takk og takk - greinilegt að þetta hefur haft eitthvað að segja ;)

Held ég fái hjólið þitt bara lánað næst Anna mín, en takk fyrir að bjóða mér það ;) Hlakka ekkert smá til að fá ykkur mæðgur í heimsókn :)
Ég missti hins vegar af Laufey í sjónvarpinu og einu skiptin sem ég leit á það var á milli laga til að missa nú ekki af henni ...

Nafnlaus sagði...

Hey Gulla, why didn't you put some new pictures on your blog? I need some entertainment, when I'm bored of learning ;-) See you soon, hopefully. Christian!