... söng vinkona mín hún Celia Cruz hér um árið og ég held að hún hafi nú bara haft rétt fyrir sér. Helginni var eytt í Álaborg hjá Karolinu sem var svo yndisleg að bjóða mér í heimsókn svo ég gæti nú upplifað Karnival a la Álaborg áður en ég fer heim á Klakann.
Á föstudagskvöldið voru það atvinnumennirnir í Karnivalstemningunni sem sýndu listir sínar. Hópar héðan og þaðan úr heiminum sem komu í kuldann í Danmörku til að létta okkur lundina. Es más bello vivir cantando!
Það voru samt rólegheit hjá okkur á föstudagskvöldinu (létum okkur þó ekki vanta í einn öl í tilefni dagsins) því aðalmálið var laugardagurinn þar sem búið var að plana svaka skrúðgöngu og við að sjálfsögðu í búningum svo við myndum ekki missa af neinu.
Við vorum mætt í "mátun" og morgunmat kl. 09.00 á laugardagsmorgun og svo var bara málið að sýna sig og sjá aðra í skrúðgöngunni. Þetta var alveg ótrúlega gaman og fyndið og skemmtilegt, sumir höfðu greinilega lagt mikla vinnu í búningana og voru flottir eftir því. Aðrir kanski ekki alveg jafn vinnusamir en aðalmálið að vera með. Eftir skrúðgönguna var farið "to the park" og þar var dansað og dansað og dansað. Var bara gaman og allt of langt síðan ég hef komist í svona salsa stemningu - pottþétt bætt úr því þegar heim verður komið!
Thank you for a great weekend Karolina, I had such a good time :) Hope to see you in Iceland soon ;)
9 ummæli:
Allt að gerast í S3 :-D
Allt morandi í smiðum, málurum og múrurum......fréttir herma að ónefndur smiður hafi verið ber að ofan um daginn......
Kannski ég ætti að flýta fluginu mínu heim - ekki hægt að missa af hálfklæddum karlmönnum við vinnu ;)
Er svoleiðis að kafna úr spenningi við að sjá afraksturinn þegar ég kem heim - Við eigum eftir að eiga heima í fallegustu blokkinni í borginni :)
Hæhæ!
Vertu svo góð að skilja eitthvað af sólinni eftir þegar þú ferð heim. Okkur veitir ekki af smá afþýðingu eftir snjóinn og kuldann hér á klakanum!!!
Við fljúgum út 8.júní.
Bestu kveðjur Kristín
Heppilegt að ég fer ekki heim fyrr en 16. júní þannig að ég ætti nú að geta deilt sólinni með ykkur allavega aðeins ;)
Líst hins vegar illa á það að fara heim í snjó og kulda!
Væri nú gaman að heyra frá ykkur ef þið verðið einhversstaðar í nágrenni Árósa (+45-28713334)en annars hlakka ég bara til að sjá ykkur á Kátum dögum í dýrðinni og dásemdinni :)
Hlökkum til að fá þig heim... vantar einhvern ákveðinn til að "af-frekja" AEG.... þetta er greinilega eitthvað sem að fylgir afmælisdeginum:)
Njóttu síðustu dagana í DK í botn.... svo tekur bara við hið yndislega íslenska sumar og áður en við vitum af verðum við mættar á Barcelona:)
Kv. Maja
Ansi hrædd um að ég komi frekar til með að spilla drengnum enn frekar, allavega svona til að byrja með ;)
Annars er þetta góður afmælisdagur sem drengurinn á, kemur enginn til með að vaða yfir hann og svo er það bara þannig með okkur sem erum fædd á þessum degi að við höfum alltaf (!) rétt fyrir okkur ;)
Hlakka mikið til að sjá ykkur :)
Sammála síðasta ræðumanni, þetta er afbragðsafmælisdagur, gangi ykkur vel með gullmolann ykkar Maja mín og Gunni ;)
Kv Tobba
Hæhæ aftur!
Við verðum í Lalandia vikuna 8-15. júní ef þú átt leið hjá endilega láttu sjá þig. Verðum með danskan síma og ég held að númerið sé 20367406
Kveðja Kristín
4. JÚNI..... TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN og árangurinn, hann er frábær. góða skemmtun í kveðjuveislunni og gangi þér vel að koma þér heim á klakann með allt þitt hafurtask. manst kannski hvað ég hafði eftir Móður Theresu um árið? Maður á aldrei að eiga meira en kemst fyrir í einni ferðatösku;)) Gott mottó
Kv mamman
Skrifa ummæli