miðvikudagur, maí 23, 2007

Svona verð ég!

65 ára gömul kona eignaðist dreng á fæðingadeildinni. Hún fékk að fara heim fljótlega og þegar ættingjarnir komu í heimsókn vildu þeir náttúrulega sjá barnið.
"Getum við séð barnið?" spurðu systur konunnar."Ekki strax" sagði móðirinn. "Ég ætla að laga kaffi og með því fyrst". Hálftíma seinna spurði annar ættingi - "Getum við fengið að sjá barnið núna?" "Ekki strax" sagði móðirinn. Eftir nokkrar mínútur spurðu ættingjarnir aftur, "Getum við séð barnið núna?" "Nei, nei - ekki strax" svaraði móðirinn. Ættingjarnir voru orðnir verulega óþolinmóðir og spurðu aftur - "Jæja,hvenær fáum við að sjá barnið?" "ÞEGAR HANN GRÆTUR" hastaði hún pirruð"ÞEGAR HANN GRÆTUR?" "Af hverju þurfum við að bíða þangað til hann grætur????."ÚT AF ÞVÍ, að ég gleymdi hvar ég setti hann!!"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ!
Góður þessi!!!!
Var að frétta að þú værir að flýja land um það leyti sem ég kem til Danaveldis!!!! Mér er nú dálítið minnisstæð rifrildin við Dagnýju kennara um að við þyrftum sko ekki að læra dönsku,ég færi sko aldrei til Danmerkur!!!!!!!!
Alla vega gaman að fylgjast með þér þó það hafi eiginlega verið gert í laumi......
Bestu kveðjur frá Húsavík og við sjáumst örugglega á kátum dögum erhaggi??
Kristín og kó

Nafnlaus sagði...

Held að það geti enginn gleymt rökræðunum sem við áttum við Dagnýju vegna þessa, mér fannst þetta mjög mikið óréttlæti og þvílík argasta vitleysa að þurfa að læra þetta hrognamál ;)
Hvenær eruð þið að koma til Danmerkur?
Gaman að vita af því að þið hafið verið að fylgjast með, þó í laumi væri. Veit sjálf hvað maður getur verið latur að kvitta ;)
Sjáumst heldur betur hressar og kátar á Kátum Dögum og ég vona að þið eigið góða Danmerkurferð.