Hope that you are not too bored studying :)
Próflestur og próf í aðalhlutverki þessa dagana, tvö búin og bara eitt eftir. Mannréttindi á dönsku í morgun - fékk að sjálfsögðu einu spurninguna þar sem maður þurfti að kunna á danska kerfið, þekkja gamlar lagabreytingar og svoleiðis skemmtilegt en sem betur fer tókst mér að komast frá því án þess að verða mér til algerrar skammar og fékk þessa líka alveg ágætu einkunn. Annars er skrýtið að reyna að einbeita sér að lærdómnum þegar fólk er farið að huga að heimferð og planlagning kveðjuveislna í hávegum höfð.
Er öll eitthvað svo meyr og væmin yfir þessu öllu saman. Á svo eftir að sakna allra þessara yndislegu vina sem ég hef eignast síðasta árið - það er ekki annað hægt en að vera þakklátur og glaður með allt þetta góða fólk í kringum sig.
Fleiri nýjar myndir undir maí 2007, samt ekki mjög margar því ég bara hreinlega missti mig í stemningunni og gleymdi að taka myndir.
1 ummæli:
Thanks for the photos! But I can't believe that you show your cute smile on one of them. Usually you look so cool onto the camera. Lovely!
Skrifa ummæli