þriðjudagur, maí 22, 2007

Átak - Dagur 1

Loksins, loksins, loksins er það byrjað og þó fyrr hefði verið! Hafði það af að fara út að hlaupa í morgun og nú skal spikið burt! Náði nú örugglega ekki að hlaupa nema 2x 400 m (ca. 2-3 mín í hvort skipti) en ég labbaði bara þeim mun meira ;)

Ekki annað hægt en að nýta sólina og góða veðrið í það að hreyfa sig og vonandi á þetta eftir að leka af manni. Annars langar mig í Boot Camp í sumar - er einhver með??

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,
Jú ég væri nú alveg til í bootcamp, spurning með hentugan tíma á það. En verra er að ef það verður gott veður þá verður endalaust af útiæfingum og þær eru sko ekkert léttar. Alla vegana ekki fyrir silakeppi eins og mig en gott að fá smá spark í rassinn er það ekki. En við ræðum það bara betur þegar þú kemur aftur á klakann.

Kveðja
Jóna

Nafnlaus sagði...

Væri svo til í að vera bara á útiæfingum - reyndar ef þær eru svaka erfiðar þá þarf maður kanski að fara að taka á því í skokkinu ;)
Líst vel á að skoða þetta þegar ég kem heim - hlakka til að sjá ykkur!

Nafnlaus sagði...

Ég er svooo með!

SPIKIÐ BURT 2007 :)