Og gekk bara sæmilega, kanski ekki 11 en vona að ég hafi nú allavega náð. Þokkalega sanngjarnt allt saman og get ég engum um kennt nema sjálfri mér ef illa fer. Þá er bara að koma sér í gang fyrir næstu átök en næst verður próf í hinum gríðarlega vinsæla og alls ekki þurra kröfurétti - get ekki beðið eftir að fá að láta ljós mitt skína... Held að af öllu sem ég hef lært um ævina (og það er þónokkuð) þá hafi þetta vinninginn varðandi leiðinlegheit.
Annað aðeins skemmtilegra en kröfurétturinn er að snillingarnir á Þórshöfn á Langanesi samþykktu sameiningu við Bakkafjörð (jebb - góð hugmynd). Ég hef ekkert búið að ráði heima í rúm 10 ár og kanski ekki rétt af mér að gagnrýna þetta en ég skil ekki hverjum datt í hug að þetta gæti komið sveitarfélögunum til góða - Því miður held ég að nú hafi mínir menn skotið sig í fótinn og þó ég hafi lesið glansbæklinginn og spáð og spegulerað sá ég ekkert sem gæti rökstutt þessa sameiningu og þá fyrir hvorugt sveitarfélagið. Held að margir hafi yppt öxlum og frekar spurt sig af hverju ekki í staðinn fyrir af hverju. En það þýðir ekki að væla yfir því heldur bara girða í brók og gera gott úr þessu.
Nú eru sem sagt komnar fram tillögur á hið nýja sveitarfélag - ójá - þær eru góðar!
- AUSTURBYGGÐ
- FONTSBYGGÐ
- FUGLABYGGÐ
- GUNNÓLFSBYGGÐ
- GUNNÓLFSVÍKURBYGGÐ
- GUNNÓLFSVÍKURHREPPUR
- HAFNABYGGÐ
- HAFNARBYGGÐ
- LANGANESBYGGÐ
- LANGANESHREPPUR
- LANGANESSTRÖND
- NESBYGGÐ
- NESJABYGGÐ
- NORÐAUSTURBYGGÐ
- NORÐAUSTURHREPPUR
- NORÐURBYGGÐ
- NORÐURHÖFN
- SAMBYGGÐ
- SJÁVARBYGGÐ
- STAKFELLSBYGGÐ
- STRANDABYGGÐ
- ÞÓRSHAFNARBYGGÐ
Sumt bara allt í lagi en hvað er málið með allt þetta -byggð. Ég er bara ekki að kaupa það. Ég vil búa í hreppi - það er sko alvöru. Væri samt æði að búa í fuglabyggð. Er að hugsa um að færa lögheimilið mitt aftur í dýrðina og dásemdina svo ég geti greitt því atkvæði mitt.
Jæja kröfurétturinn les sig víst ekki sjálfur
laugardagur, apríl 29, 2006
Fyrsta prófið búið
Birt af Gulla kl. 16:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mér finnst Sambyggð best! Svolítið hippað :)
Þetta má allavega ekki heita Austurbyggð, hún er nú þegar komin fyrir austan þ.e. Fáskrúðsfjörður, Stöðvarfjörður o.f.l held ég.
Mæli með Norðausturbyggð eða Norðausturhreppur.
Skrifa ummæli