þriðjudagur, maí 02, 2006

Kröfuréttur... þarf ég að segja meira

Það er á dögum eins og þessum sem ég sakna íbúðarinnar minnar óendanlega mikið. Það er nefnilega ekkert betra en próflestur í sólinni og í Skálagerðinu næ ég sólinni hringinn í kringum húsið og algerlega í friði. Held ég fari ekkert að leggjast út í miðjan garð hér á Klapparstígnum með bækurnar til þess að ná nokkrum sólargeislum, enda stöðugur straumur fólks svo ekki sé talað um umhverfishljóðin sem eru af svolítið annarri tegund en fuglasöngurinn í Skálagerðinu. Klukkutíminn sem sólin skín á svalirnar mínar núna er sem sagt liðinn og því ekkert annað hægt að gera en að fara að lesa skuldajöfnuð, eins spennandi og það nú hljómar.

Engin ummæli: