Það er ekkert jafn mikil snilld og að horfa á veðurfréttirnar á Stöð 2 þessa dagana en hún Sigríður sem þar treður upp hlýtur að fá næstu Eddu sem sjónvarpsstjarna ársins. Það er alveg merkilegt að henni tekst alltaf að standa helst fyrir þeim stað sem maður á að vera að horfa á á kortinu og frasarnir sem koma frá henni eru algerir gullmolar - Og við færum okkur hér yfir til Skand-, Skand-Suður-Evrópu - Ég tel mig nú hafa farið aðeins um heiminn en til Skand-Suður-Evrópu hef ég aldrei komið og jafnvel verður það bara sett í forgang næsta sumar að heimsækja þann eðalstað enda var veðrið þar með því besta sem gerðist það kvöldið. Svo er líka svo frábært að hún getur sagt til um það uppá mínútu hvenær t.d. frystir fyrir norðan og þá örugglega líka hvenær ský dregur frá sólu eða hvenær byrjar að rigna. því verður hér eftir heilög stund á mínu heimili þegar veðurfréttirnar byrja.
Annars lítið að gerast. Byrjuð að vinna. Einkunnin fyrir BA-ritgerðina komin í hús og gamla bara nokkuð sátt. Nú er bara beðið eftir hinum einkunnunum og þess beðið á hverju kvöldi að mikil (og jafnvel óhæfileg) sanngirni verði viðhöfð við yfirferð og einkunnagjöf fyrir Refsiréttinn svo Danmerkurdraumurinn geti nú orðið að veruleika næsta haust.
sunnudagur, maí 21, 2006
Skand-Suður-Evrópa
Birt af Gulla kl. 13:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli