Í vinnunni minni er ég talin vera svona frekar stabíl og rólyndistípa en ef þeir hefðu bara vitað hvað fór í gegnum hugann á mér þessa 2 tíma sem ég fór í vinnuna í dag ... og nei það var ekkert illgjarnt eða leiðinlegt.
Ég var varla sest við tölvuna mína þegar ég fékk netta ábendingu á msn varðandi sumarið og allt í einu, eins og hendi væri veifað þá langaði mig svooo til þess að lenda í slíku ævintýri þó ekki væri nema einu sinni enn. Mig langaði svo að segja bara allt í lagi, ég geri það og ég spái ekkert í því hvernig ég fer að því eða hvaða afleiðingar það hefur. Mikið rosalega var ég glöð að átta mig á að ég er ekki orðin jafn leiðinleg og ég hélt eftir að hafa lifað mjög svo tilbreytingarsnauðu lífi síðustu 3 árin.
Þó svo að ég grípi ekki þetta tækifæri þá er ég viss um að þegar tíminn er réttur eigi ég svo eftir að fá þessa ævintýratilfinningu aftur - löngunina til þess að stökkva af stað og líta aldrei til baka og sjá svo ekkert eftir því. Ég verð að viðurkenna að ég get ekki beðið.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Ævintýraþrá
Birt af Gulla kl. 18:29
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli