Þá er Glóan mín farin heim í dýrðina og dásemdina í sumar en ég fékk Joe í heimsókn í staðinn svo ég er ekki orðin alein í Reykjavíkinni enn. Annars er stefnan tekin á að njóta sumarsins í botn, vinna (að sjálfsögðu), fara í sund, á línuskauta og jafnvel verið að íhuga hvort göngutúrar á Esjuna gætu verið inní myndinni. Grillið hans pabba er að gera góða hluti og er planið að nýta það sem best í sumar (júróvisjónlærið verður þó varla endurtekið nema mikill undirbúningur liggi að baki!). Svo er bara vonandi að ég komist út til Danmerkur í júlí en þá yrði sumarið fullkomið - ef ekki þá verður Spánn eða Portúgal fyrir valinu í haust svo ég losni nú einhvern tíman við marglyttusyndrómið.
Drepiði mig nú samt ekki alveg með þessari post-kosninga biturð sem herjar á alla fréttatíma frá því á laugardaginn. Kosningabaráttan var nógu leiðinleg og ekki tekur betra við. Sjálfstæðismenn og framsókn í meirihluta í borginni - held að sjálfstæðismenn hafi ekki valið besta kostinn í stöðunni en það er þó bara mitt álit. Fannst Ólafur (sem enn er í hádegishléi) svolítið kasta steinum úr glerhúsi í fréttunum en manni getur nú víst sárnað þó ekki komi tár ;)
mánudagur, maí 29, 2006
það er komið sumar
Birt af Gulla kl. 19:57
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hehe segðu, það verður smjattað á þessum kosningum endalaust, ekki sé ég að það séu e-ð gáfulegri hlutir að gerast í þessum málum í mínum heimabæ :-
En ég er sko game í einhverja ferð, langar svo til úglanda, annars verð ég bara að kíkja á þig í Köben :-)hafðu það svo gott í sumar Gullið mitt og gangi þér allt í haginn :-)
p.s. hættu svo þessari svartsýni, við erum búnar að ræða þetta ;-)
KV. Anna María
Skrifa ummæli