fimmtudagur, maí 25, 2006

Arg

Eyddi síðustu færslu - fannst hún jaðra við að vera í átt við þunglyndi en ekkert þunglyndi í gangi bara miklar pælingar um hvort grasið sé grænna hinum megin.

Er annars með ljótuna á háu stigi þessa dagana og næstu, svo háu að alls óvíst er hvort hún náist burt. Til þess að reyna að losna við hana hef ég ákveðið að vera ótrúlega dugleg að fara á línuskautana mína sem til þessa hafa bara verið til skrauts og til að horfa á. Auglýsi hér með eftir einhverjum til að sýna mér hvernig á að fara upp og niður brekkur á græunni - þoli ekki þegar ég kann ekki eitthvað og það gengur ekki eins og í sögu í fyrsta skipti sem ég prófa.

Engin ummæli: