KB-banka hrægammana í Kringlunni sem ómögulegt er að losna við. Hvað er svona flókið við orðið nei og ef það er ekki skiljanlegt þá nei, ég hef ekki áhuga á að skipta um banka og viðbótarlífeyrissparnaðurinn minn er bara í góðum málum. Vá hvað ég á eftir að lesa yfir næsta manni sem býður mér ótrúlegagotttilboð í bankaviðskiptin mín.
Annað sem fer mikið í taugarnar á mér í kringum kosningarnar eru símtölin sem maður fær frá stjórnmálaflokkunum. Alveg gjörsamlega óþolandi þegar ókunnugt fólk hringir og spyr hvort ég hafi gert upp hug minn og ef svo er hvort þeir megi forvitnast um hvað ég ætli að kjósa. That is none of your business! Fékk þetta afar fína sms TVISVAR sinnum í gær frá samfylkingunni:
Yfir 30 tus. krona kjarabot a manudi. kjosum samfylkingu, kjosum gjaldfrjalsan leikskola. XS-Samfylkingin.
Ég sé ekki alveg hvernig ég, barnlausa konan, á að hagnast á gjaldfrjálsum leikskóla. Held að því sé akkúrat öfugt farið og að ég sé svo heppin að fá að borga leikskólagjöldin fyrir borgarbörnin án þess að eiga neitt í þeim. Jibbí, endilega sendið mér fleiri sms með frábærum kjarabótum. Ekki misskilja mig - ég hef ekkert á móti börnum og þekki meira að segja fullt af skemmtilegum börnum en mér finnst ekkert gáfulegt við gjaldfrjálsan leikskóla! Það vantar alveg að Samfylkingin hafi sýnt fram á hvernig dæmið er reiknað á raunhæfan hátt og hvernig þetta á að vera framkvæmanlegt því útsvar í Reykjavíkinni góðu er nú þegar í botni. Mín persónulega skoðun er sú að sniðugra væri að tekjutengja leikskólagjöldin, námsmenn og fólk með lægstu launin fái frítt og hinir greiða miðað við tekjur. Ríkisbubbarnir sem fljúga tvisvar í viku á einkaþotunni til Parísar til að fara út að borða geta bara alveg borgað full leikskólagjöld að mínu mati!
Það er allavega á hreinu að sms-fylkingin fær ekki mitt atkvæði
þriðjudagur, maí 23, 2006
Ég þoli ekki ....
Birt af Gulla kl. 20:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli