laugardagur, maí 27, 2006

Hvar er sólin?

Passar að þegar ég hef loksins orðið mér úti um sumarkjóla þá hættir sólin að skína. Ég fer því væntanlega ekki á kjörstað því fallega glóðaraugað mitt krefst sólgleraugna af stærstu gerð og frekar glatað að rölta um í sólarleysinu með ofvaxin sólgleraugu.

Merkileg síða spámaður.is, þar kíki ég á stjörnuspána á hverjum degi og jafnvel dreg mér eins og eitt spádómsspil svona til að tryggja stöðuna (nei, þetta er ekki eitthvað sem ég trúi á en getur verið skemmtilegt þegar maður er búinn að vera heima í 5 daga og má ekki gera neitt!). Stjörnuspáin í dag allt of andlega sinnuð og leiðinleg en dró hins vegar ágætt spil sem endaði á þessum snilldar orðum - "Betri helmingur þinn er innra með þér" - Mikið var ég glöð að fá þetta staðfest og get nú hætt að kvarta yfir því offramboði sem er á vesalingum og þegar næsta gamla frænka spyr hvers vegna ég sé ekki gift og með börn þá hendi ég fram þessari fleygu setningu og get þá hvílt þær sem hingað til hefur verið hent fram í þeim eina tilgangi að sjá svipinn á frænkunum þegar svarið er ekki alveg í átt við það sem þær bjuggust við. Leitinni hefur því verið hætt enda enginn jafn fullkominn og ég sjálf og því hef ég fundið hinn fullkomna betri helming ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernig í ósköpunum fórstu að því að næla þér í glóðarauga?

Nafnlaus sagði...

Shit happens ;)