laugardagur, júní 03, 2006

Ligeglad og gott betur en það

Síðasta einkunnin komin í hús og sem betur fer rétt hafðist þetta. Einkunnir þessarar annar hefðu getað verið betri en fyrst ég tolldi í fyrstu einkunn tekur því ekki að væla yfir þessu öllu saman. Ég fer sem sagt til Danmerkur í lok júlí og skólinn byrjar svo 2. ágúst. Vantar reyndar enn að fá íbúð en það hlýtur að finnast eitthvað sem ég get hugsað mér að búa í þó reyndar hafi tilraunirnar hingað til ekki borið árangur. Það er óhætt að segja að það sé ekki alveg sami standard á húsnæði í Danmörku og á Íslandi.

Næsta skref er svo bara að dusta rykið af dönskunni og fá sér eins og einn øl.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með einkunnirnar ;o)
Spurning um að við reynum að hittast e-ð, svona alla vega áður en þú ferð út :oþ
kv Helga og Henrý Jarl

Nafnlaus sagði...

Tillykke med det hele ;)
Djöfulsins snilld væri nú ef þú fyndir góða íbúð í DK og ég kæmi svo að heimsækja þig, þá gætum við nú laglega snakkað saman á dönsku!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það báðar tvær. Já Helga við verðum nú að hittast aðeins áður en ég fer út og Hadda að sjálfsögðu verður nóg pláss fyrir gesti hjá mér í Danmörku :)