Reyndar ekki fyrr en í nóvember en það verður að fara í að finna handa þeim hótel í Kaupmannahöfn því þar ætlum við að vera fjóra fyrstu dagana eftir að þau koma. Er búin að vera að skoða og skoða hótel og það er víst óhætt að segja að það sé af nógu að taka. Ég var á mjög fínu gistiheimili þegar ég var í Köben í fyrra þannig að ég veit ekkert um hótelin þarna - ef einhver er vel að sér í hótelgæðum í Kaupmannahöfn þá er sá hinn sami vinsamlega beðinn um að láta mig vita ... med det samme ;)
Allt gott að frétta eins og alltaf. Fór út að borða með Binna, Lindu og Hrannari í gær á Ítalíu og var það að sjálfsögðu rosalega gott. Ekki síðri Ítalía hér heldur en heima ;) Svo kíktum við aðeins á Fatter Eskil en ég var nú samt bara komin snemma heim enda mikill lærdómur bókaður um helgina.
Allavega, bækurnar lesa sig víst ekki sjálfar en ef þið þekkjið eitthvað til í Köben þá endilega látið mig vita (við erum ekki að leita að dýrustu hótelunum, bara eitthvað fínt og vel staðsett og þá erum við glöð).
laugardagur, september 16, 2006
Settið á leiðinni í bæinn
Birt af Gulla kl. 12:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ Gamla. Allt gott að frétta úr Reykjavík. Massa veður og við í Íþróttafélaginu Búrhvelin að koma heim úr gönguferð. En meðlimir félagsins eru Tóta Hadda og Lína...:) Massa hópur. Erum byrjaðar í einkaþjálfun og þú verður að lesa bloggið hennar Höddu!
Hæ skvís...
Já við lofum að standa okkur vel í myndunum:) varðandi hótel í Köben þá gistum við á First Hotel Skt Petri í nóv í fyrra. Það er "inn" í dag hjá íslendingum og rosalega vel staðsett. Ég held að DGI Byens Hotel sé rosalega fínt líka. Ætluðum að bóka á því síðasta sumar þegar við fórum en það var fullt og enduðum á Hotel Tiffany http://www.hotel-tiffany.dk/ það var rosalega kósí en kannski ekkert nýtísku. Engin morgunverðarsalur heldur fær maður nýbökuð rúnstykki á hverjum morgni og svo er ostur, djús og svoleiðis í litlum ískáp í herberginu. Vel staðsett, örstutt frá lestarstöðinni.
Jæja nóg um það, frábært að lesa um hvað þér líður vel og hvað lífið er yndislegt í DK... þú hefðir átt að drífa þig fyrir löngu:)
Bestu kveðjur,
Maja & strákarnir
Takk fyrir þetta Maja mín, munar öllu að fá að heyra frá þeim sem hafa verið þarna eitthvað af viti :)
Alveg sammála þér að ég hefði átt að drífa mig út fyrir löngu - þetta er lífið ;)
Sæki samt mögulega um inngöngu í búrhvelin þegar ég kem heim - farin að finna fyrir strengjum síðan í morgun ;)
Skrifa ummæli