Ísland - Danmörk á eftir og mun hugarorkan verða nýtt til hins ýtrasta svo möguleikar á hagstæðum úrslitum stóraukist. Svo að sjálfsögðu kem ég til með að leiðbeina drengjunum í gegnum sjónvarpið eins og alltaf og vonandi að þeir taki nú einu sinni mark á mér ;) Væri nú mjög gaman að vinna Danina svona eins og einu sinni en það þýðir víst ekki að vera með frekju svo ég sætti mig við jafntefli ;)
Fór í fyrsta tímann í morgun - The UN Human Rights System - og þar kom leikurinn m.a. við sögu. Ég gaf það að sjálfsögðu frá mér að það kæmi ekkert annað til greina en sigur enda við með stórstjörnuna Gudjonsen innanborðs. Held að kennarinn minn hafi ekki verið alveg sammála mér um yfirburði íslenska liðsins og jafnvel spurning um að fara að útvega sér hauspoka ef ævintýrið skyldi enda illa.
Annars er bara brjálað að gera eins og alltaf. Århus Festuge í gangi en það er rúm vika af alls konar tónleikum og listviðburðum og mikil stemning. Fór á kvennasafnið á laugardaginn sem var mjög skemmtilegt og svo lentum við á mjög góðum tónleikum á sunnudagskvöldið en ég hef ekki hugmynd um hvaða hljómsveit var að spila sem er dálítið vandræðalegt.
Við Áróra settum íslandsmet í myndarskap í fyrradag! Eftir rölt í bænum settum við nefnilega í húsmóðurgírinn (já hann er til) og elduðum dýrindis kvöldmat, földuðum gardínur, styttum buxur, boruðum í veggi og bökuðum smákökur með smá hjálp frá Betty stórvinkonu okkar ;) Dugnaðurinn var þvílíkur að annað eins hefur bara ekki sést í hinum vestræna heimi og þó víðar væri leitað ;)
Keypti mér nýjan síma í gær, hann er bleikur og með blómi, mér finnst hann flottastur.
Læt þetta gott heita í bili - borgar sig að fara að kíkja í bækurnar :)
P.s. Lumar einhver á bókinni World Copyright Law eftir J.A.L. Sterling uppi í hillu hjá sér?? Gullbókin er á lesefnislista annarinnar og kostar ekki nema rétt 3000 kr. danskar sem þykir gjafprís (hver er ekki tilbúinn til að borga rúmar 35.000 fyrir eina bók) en ekki á færi þessa fátæka námsmanns. Ljósritunarkort komið á tossalistann fyrir morgundaginn!
miðvikudagur, september 06, 2006
Áfram Ísland!
Birt af Gulla kl. 13:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
hæ mýsla. Leikurinn er nú ekkert að fara vel hérna meginn allavegna... Minns langar svo í bleikan síma!!! er að deyja sá einn í og vodafon á mánudaginn og ég er sjúk!! te quiero Glóan
Blessuð!!!!! Helduru að maður sé ekki komin með netið...
Gamla klikkar ekki á tækninni ;)
Skrifa ummæli