laugardagur, maí 06, 2006

Hitabylgja

Það vantar ekki að búið sé að spá hitabylgju um helgina. Allt að 18 stiga hiti suðvestanlands, takk fyrir pent! Nú er bara málið að eiga nóg af vatni til að kæla sig niður í öllum hitanum en verst er þó að við Íslendingar skulum ekki eiga gosbrunna á öllum torgum eins og Ítalirnir eiga, svo fólk geti nú kælt sig niður í þeim ef hitinn reynist óbærilegur. Hér á bæ hefur hins vegar verið brugðið á það ráð að draga fyrir alla glugga svo ekkert geti spillt lærdómi þó réttast væri að slá þessu bara upp í kæruleysi, drífa sig út í góða veðrið á sandölum og ermalausum bol og jafnvel fá sér eitt hvítvínsglas í tilefni dagsins.

Gleðilega hitabylgju :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég er hætt að horfa á veðurfréttirnar og búin að draga fyrir. Það virkar...

Nafnlaus sagði...

Kva... Frk. Kæruleysi er nú bara úti á svölum í hlíranum með sólgleraugu í 24 gráðu hita í sólinni og les riftun ;)
Viss um að það koma góðir kröfuréttarstraumar frá sólinni

Nafnlaus sagði...

Ég ætla nú að leyfa mér að fara í Bláa lónið með Steina og Tengdó seinnipartinn, þoli ekki að sitja inni í svona góðu veðri. Verst að ég get eiginlega ekki setið úti því að nágranninn er að blasta Metallica og þvo bílinn sinn, veit ekki hversu smart er að vera úti í sólinni með heyrnartól ;o)

Nafnlaus sagði...

Það væri nú meiri möguleiki á að ég gæti skrifað upp gamla góða Metalica slagara frekar en t.d. að muna það sem snýr að fyrningu... Það er bara ekki venjulegt hvað kröfuréttur er leiðinlegur