mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg jól

Þá er ég komin heim í dýrðina og dásemdina og hef lítið annað gert en að gæða mér á konfekti, smákökum og hráu hangikjöti. Snjórinn er kominn þannig að nú geta jólin komið. Ég átti yndisleg jól í Danmörku í fyrra þannig að nú hlakka ég enn meira til að vera heima um jólin, enda er það alltaf best.


Ykkur öllum sendi ég mínar bestu óskir um gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár. Takk fyrir allt á árinu sem er að líða og megi árið 2008 færa ykkur gleði, frið og góðar stundir.

mánudagur, desember 17, 2007

Oft var þörf en nú er nauðsyn!

Sérlegir sveitarstjórnarstraumar óskast í dag milli 11:48 og 12:00 (ójá þeir eru sko nákvæmir í tímasetningunni strákarnir)! Allir þeir sem kunna sveitarstjórn (látum réttinn liggja milli hluta) eru beðnir um að leggjast á bæn eða stunda hugleiðslu og senda í sameiningu kunnáttu fyrir allan peninginn í Lögberg. Ástæðan - gamla er ekki alveg nógu vel lesin en þætti djöfullegt að missa meðaleinkunn annarrinnar niður fyrir 9!


Í staðinn verða sendir út sérlegir þakkarstraumar í 12 mínútur frá því einkunn hefur verið kunngerð með formlegum hætti - og nú held ég að það sé tími kominn á að leggja sig ;) Jólafrí eftir 10 tíma!!!

laugardagur, desember 15, 2007

Smákökubakstur

Piparkökumeistararnir Maja og Gunna
Það var nú heldur betur gleðin í Skálagerðinu í dag þegar dömurnar og skæruliðarnir bökuðu smákökur fyrir jólin. Jólatónlistin var tjúnnuð í S3 og piparkökulyktin fannst um allt hverfið. Dagurinn byrjaði á þessu rosalega morgunverðarhlaðborði sem svignaði hreinlega undan hollustunni, þó sumir hafi reyndar kvartað yfir því að enginn væri ísinn með eplapæinu - ég meina komm on, maður má nú leyfa sér smá á laugardögum ;)

Fallegar á leiðinni í ofninn

Guðmundur Hólm og Tóta stóðu sig vel í eldhúsinu

Ránsa í kreminu

Komnar úr ofninum og tilbúnar fyrir glassúrinn

Það var spurning þegar kom að skreytingunum hverjir hafi skemmt sér betur, börnin eða "fullorðna" fólkið - allavega var einbeitningin mikil og allir að keppast um að gera flottustu kökuna. Var mikill harmleikur þegar sumir misstu fullkomnu kökuna á hvolf að verki loknu (nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er Hadda)

Músi mættur með bílana


Jóhann og Orri skreyttu
Það varð nú reyndar líka að taka smá pásur inn á milli, til að fá svala og smakka á piparkökunum góðu fínu.

Dagbjört María sæta skvísa


Unnar Gamalíel

Framleiðslan var með eindæmum vel lukkuð og spurning hvort dömurnar ættu að fara að huga að því að selja á frjálsum markaði því góðar voru þær ;) Ekki spurning um að þetta þarf að endurtaka á næsta ári. Takk fyrir daginn elskurnar - þetta var bara dásamlegt.

Afraksturinn

Bærilegt
Næst á dagskrá er svo sveitarstjórnarrétturinn á mánudag. Ég get ekki beðið eftir að komast í jólafrí.

fimmtudagur, desember 13, 2007

8 dagar í heimferð!

Og bara 4 dagar í síðasta próf.... þá verður sko kátt í höllinni. Annars hafa prófin bara gengið vel og útkoman framar björtustu vonum. Það greinilega borgar sig að fara í tvær utanlandsferðir á önn, vinna allt of mikið, flytja og taka eitt stykki íbúð í gegn og alls ekki, undir neinum kringumstæðum, opna bók! Held nú samt að sveitarstjórnarrétturinn komi til með að draga meðaleinkunnina aðeins niður en who cares!

Dömurnar ætla að baka smákökur og konfekt á laugardaginn, komnar nokkrar geðveikt girnilegar uppskriftir og nokkuð ljóst að það verður massa átak eftir áramót. Spurning hvernig Eyþór ætlar að hafa opið fyrir okkur um jólin.

Anyways, þetta er sem sagt bloggið um ekkert - enda lítið að segja þegar skólabækurnar eiga hug manns allan. Ég gæti mögulega þulið upp fyrir ykkur helstu einkenni lífeyristrygginga og bótaflokka en held að þá verði ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að geðheilsan sé farin ;)

fimmtudagur, desember 06, 2007

15 dagar í dýrðina og dásemdina

Það er ekki annað hægt en að komast í jólagírinn þegar þessi líka fallegi jólasnjór hefur heiðrað Reykjavíkina fyrir sunnan með nærveru sinni :) Það verður allt svo fallegt sem annars er búið að vera grátt síðan í sumar því hér hefur varla stytt upp síðan í ágúst! Það er að sjálfsögðu búið að skreyta allt í S5 og svo ætla dömurnar að hittast allar og baka smákökur þann 15. des (þegar allar verða búnar í prófum nema ég!) og það verður bara til þess að jólastemningin verður alger. Ég fer svo heim í dekrið 21. des, klyfjuð gjöfum og hlýjum fötum því það ætlar að verða svo mikill snjór ;) Ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svooooooo til ......

Fyrsta prófið búið og útkoman bara ljómandi góð, vonandi að þetta haldi svona áfram. Virðist hafa góð áhrif að tína nennunni og metnaðnum svona allavega eina önn.

Jæja, persónurétturinn bíður.

laugardagur, desember 01, 2007

Próflestur þýðir bara eitt ....

Jólin eru á næsta leyti :)

Svona er miðbærinn í Árósum fallegur um jólin :)

Það er eitthvað svo hressandi við jólaauglýsinguna frá Tuborg og minnir mig svo á jólin sem ég átti í Danmörku í fyrra. Er hins vegar mjög ánægð að verða heima um jólin og áramótin núna enda eru stórir flugeldar nú bannaðir í Danmörku eins og sjá má af þessari frétt hjá strákunum á Jótlands póstinum. Þá er nú aldeilis gott að geta verið á stórkostlegri flugeldasýningu í dýrðinni og dásemdinni á Þórshöfn á Langanesi ;)

Helst í fréttum þessa dagana er stress og aftur stress, dauði og djöfull enda próflestur í gangi ;)Get nú samt ekki sleppt því að minnast á þær gleðifréttir að nýjustu íbúðareigendur í Skálagerðinu góða, Halldóra og Gummi, standa nú í flutningum. Bærilegt það :)

En ... Back to the books (svona þegar ég verð búin að fara út í búð að kaupa laugardagsnammi fyrir allan peninginn - nota bene þá eru allir dagar í próflestri laugardagar!)

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Ætli það sé of seint að hætta við

Í gærmorgun upplifði ég það í fyrsta skipti í 5-6 ár að ég gat eiginlega ekki vaknað nógu fljótt til að ná að koma því frá mér sem hlaðist hafði upp í hausnum á mér um nóttina. Í ljósi tímasetningarinnar hefði verið mjög svo æskilegt að þetta hefðu verið hugmyndir varðandi ritgerðirnar sem bíða þess að verða kláraðar en nei ....

Ég rauk á fætur og með stýrurnar í augunum leitaði ég að blaði og blýanti svo ég gæti farið að teikna! Já, ég segi það og skrifa: teikna! Málið vandaðist aðeins þegar kom að því að myndin þurfti að fá á sig lit því flestir eru nú litirnir lengst ofan í kassa en maður lætur það nú ekki á sig fá þegar ritgerðarvinnan er það sem bíður og drífur sig að sjálfsögðu niður í geymslu að leita í kössunum. Nú á ég þessa fínu mynd af myndinni sem á að fara upp á stofuvegginn heima hjá mér þegar tími vinnst til að mála hana - svona um það bil í janúar.

Það sem er mest svekkjandi við þetta allt saman er að ekki einu sinni hefur mér þótt það sem ég er að fást við í lífinu þessa daga það spennandi að ég hef ekki getað sofið vegna þess að ég hlakka svo til að fást við þau verkefni sem fyrir liggja. Man einhver af hverju ég fór í lögfræði? Ég er nefnilega búin að gleyma ástæðunni.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Ritgerðarvinna dauðans

Hvorki tími né nenna til að blogga þessa dagana. Lærdómurinn og vinnan hafa yfirtekið líf mitt sem gerir það að verkum að það er ekki frá neinu skemmtilegu að segja - og þá er nú betra að segja bara ekki neitt ;)

Fór annars í dásamlega ferð til Tyrklands í lok september í boði míns yndislega bróðurs og læt fylgja með nokkrar myndir frá því öllu saman :)


Við vorum í bæ sem heitir Icmeler þar sem við létum okkur ekki vanta á ströndina né að taka út bátana enda hvoru tveggja mjög nauðsynlegt.

Að sjálfsögðu var farið út að borða á hverju kvöldi


Og sérstök veisla haldin í tilefni af 29 ára brúðkaupsafmæli foreldranna.


Við löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum og löbbuðum - þó í flestum tilvikum á milli búða en einhverra hluta vegna náðust engar myndir af þeim ósköpum öllum ;)

Þarna er hópurinn saman kominn á Harmony bar en þar var þetta snilldar breska dragshow - Hláturrokurnar heyrðust örugglega alla leið yfir á Marmaris!

Kókaínpoppið kom svo að góðum notum í eyrun þegar austurevrópska dansmússíkin tryllti lýðinn á diskótekunum

Held ég láti þetta gott heita í bili enda bíður mín ritgerðarvinna í hinum geysiskemmtilega persónurétti - set mögulega inn myndir úr Skálagerðinu við tækifæri en loksins loksins er ég flutt aftur heim til mín :)

sunnudagur, september 09, 2007

Nýtt líf

Jamm, lífstílsbreyting á dagskrá þessa dagana, átak eitthvað svo sad svo lífstílsbreyting it is. Sit við borðstofuborðið heima hjá mér og les sveitarstjórnarréttinn, langar geðveikt út að hlaupa en nenni því ekki af því ég veit að þolið er ekkert og finnst þess vegna ekki taka því að byrja. Það er líka alltaf gott að nota lærdóminn sem afsökun fyrir hreyfingarleysinu, allavega hefur það virkað vel hjá mér síðustu 4 árin. Held ég byrji bara á nýja lífinu á morgun ;)

Annars þarf ég ekki síður að taka til í hausnum á mér, einhvern vegin held ég að allir verði fyrr eða síðar að horfast í augu við það sem betur má fara í lífinu. Ef það eiga einhvern tíman að verða breytingar þar á þá verða þær að koma frá manni sjálfum.

Djúpar pælingar í gangi þessa dagana, fróðlegt að sjá hvort þær skili einhverjum árangri.

laugardagur, september 08, 2007

Barcelona

Í KEF fyrir brottför - strax komnar með poka

Ein af mínum uppáhaldsborgum í öllum heiminum. Þrátt fyrir að hafa ekki séð bestu hliðarnar á henni þegar ég var að vinna í Zöru þá fannst mér borgin sem slík alltaf svo mikið æði, La Sagrada Familia, Casa Batlló, La Pedrera, Park Güell, Montjüic, la Fontana Mágica, Barrio Gotico, La Rambla, Plaza Real, allt þetta og svo margt fleira gerir það að verkum að maður getur gleymt sér dögunum saman og væri alveg sama þó maður kæmi aldrei aftur heim.

Iglesia de la Mercé og þessar fallegu svalir voru meðal þess sem við sáum í hverfinu okkar

Ekki skemmdi félagsskapurinn heldur fyrir, svona ferð getur ekki annað en heppnast vel þegar maður á svona frábærar vinkonur. Það var hlegið og hlegið fyrir allann peninginn. Hetjuskapurinn var misjafn, á meðan sumar fengu áfall yfir því að sjá fram á að það eina sem væri á matseðlinum fyrir utan kolkrabba væri smokkfiskur þá fengu aðrar tremmakast þegar stigið var inn í kláfinn sem flytja átti drottningarnar frá Barceloneta og upp í Montjüic. Allt bjargaðist þetta þó að lokum og við sáum helling, versluðum helling, borðuðum helling og hlógum eins og vitleysingar.

Þessir voru að skemmta niðri við höfnina og fóru algerlega á kostum

Fresta varð strandferðinni af óviðráðanlegum orsökum, aðallega því að verslunargenið hafði yfirhöndina og versluðum við fyrir allan peninginn og gott betur en það. Merkilegt hvað mann vantar alltaf mikið af dóti þegar komið er inn í búðirnar. Það var heldur ekki leiðinlegt að labba um í Barrio Gotico (þar sem við áttum heima bæ ðe vei) og skoða hönnunarbúðirnar, þó sumir (aðallega ég) hafi verið búnir með peninginn þegar í þær var komið ;)

Það var hreinsað út úr H&M

Það eina sem olli smá vonbrigðum var Picasso safnið sem var samt ágætt en ekki jafn frábært og búist hafði verið við. Starfsfólk safnsins fær líka fílukarl ferðarinnar fyrir almennan fílusvip og leiðindi. Sem betur fer þurftum við ekki að borga okkur inn ;) La Sagrada Familia og Park Güell komu hins vegar sterkt inn ásamt La Fontana Mágica (svona þegar við fundum gosbrunninn loksins). Þegar á heildina er litið var þetta allt saman súper vel heppnað. Takk fyrir ferðina skvísur, skiptir mestu máli að hafa skemmtilegt fólk með sér til að gera ferðina skemmtilega - ég er strax farin að hlakka til næstu ferðar :)

Dömurnar mættar í Park Güell
Skólinn byrjaður og næst á dagskrá að byrja að lesa skólabækurnar. 12 dagar í Tyrklandsferðina svo það er eins gott að halda rétt á spöðunum ;) Stemning sem fylgir því að vera alltaf hreint í útlöndum.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Bloggleti

Spurning hvort maður eigi að kvarta yfir bloggleti annarra þegar eigið blogg er nær dauða en lífi ;) Glóan mín þó sú eina sem hefur kvartað en maður lætur nú ekki segja sér það tvisvar að maður sé lélegur bloggari ;)


Skvísurnar á Happy Days


Sumarið að verða búið. Því hefur að mestu verið eytt í vinnu en þó smá skemmtun inn á milli. Kátir Dagar í dýrðinni og dásemdinni voru náttúrulega bara æði eins og vera ber. Mamman átti afmæli helgina eftir og í tilefni af því var farið í ferð eins og í gamla daga þegar börnin voru öll í aftursætinu - við tókum ekkert meira pláss núna ;) Fórum á Þeystareyki og í Mývatnssveit þar sem jarðböðin og túristabúðirnar komu sterkt inn. Verslunarmannahelginni var svo eytt í Úthlíð með Völlu minni og Einari og við fengum Glingló og Brynju í heimsókn með stóra tjaldið. Næsta ferðalag er svo eftir 18 daga þegar dömurnar halda til Barcelona í langþráð húsmæðraorlof og ekki laust við að spennan sé farin að segja til sín. Mér finnst svo stutt síðan ég var í Barcelona í Zöru-ævintýrinu en það eru víst komin 6 ár síðan. Verður gaman að koma til borgarinnar í túristaleik en ekki til að vinna og fullt af stöðum komnir á blað yfir "must see" á meðan við verðum verðum á svæðinu og við ætlum að sjálfsögðu að mála bæinn rauðann.

Held það sé til eins mynd af okkur frá því fyrir um 15 árum síðan


Er búin að færa allar myndirnar mínar á nýja myndasíðu þar sem gamla mín lokar núna í september. Hef meira að segja afrekað það að setja inn myndir frá síðustu dögunum í Danmörku og öllum ferðum sumarsins. Nenni ekki lengur að hafa link inn á hvert albúm heldur er þetta allt bara undir myndir hér til hliðar.

föstudagur, júlí 20, 2007

Happy Days

Eftir um það bil 5 tíma mun ég bruna á gullmolanum mínum heim í dýrðina og dásemdina á Káta daga. Mikið hlakka ég til :)

sunnudagur, júlí 15, 2007

Sumarið er tíminn

til að vinna, loksins þegar sólin skín í Reykjavíkinni fyrir sunnan :)

Veit ekki alveg hvar ég á að byrja á þessu bloggi því það er mikið búið að gerast í Gullulandi síðan síðast. Síðan síðast þá hef ég ...

  • Haldið eitt stykki kveðjupartý í Danmörku og djammað með góðu fólki fram undir morgun (meira að segja búin að setja inn myndir af því)
  • Farið á Skagen með Áróru, Ásgeiri Karli og Evu Katrínu og notið lífsins eins og drottning. Þar var ströndin í aðalhlutverki og stóð sig vel.
  • Tekið síðasta hringinn á skemmtistöðum Árósa (allavega í bili)
  • Pakkað niður lífinu í Danmörku
  • Verið á barmi taugaáfalls - ekki skrýtið þegar þráhyggjan flytur á milli landa ;)
  • Kvatt svo mikið af fólki sem mér þykir vænt um
  • Flutt heim til Íslands
  • Hitt fullt af fólki sem mér þykir skemmtilegt
  • Farið í skemmtiferð í Skagafjörð og Húnavatnssýslur með vinnunni minni - mikið ofboðslega var það gaman
  • Kíkt á djammið í Reykjavíkinni sem hefur nákvæmlega ekkert breyst frá því ég fór til Danmerkur nema hvað að núna kemur maður ekki heim og angar eins og öskubakki - sem er hér um bil eini kosturinn við djammið í Reykjavík
  • Farið á Kántrýball þar sem vinkonuhópurinn minnkaði meðalaldurinn all svakalega og þar sem við vorum allar búnar að komast á séns eftir korter - vorum ekki lengi af augljósum ástæðum ;)
  • Grillað með dömunum (+Gumma og Ása) og planað Barcelonaferð í haust
  • Keypt mér bíl - hann er alveg gullfallegur og klæðir mig svo vel.
  • Keyrt norður á Strandir með Svönu þar sem við vorum ekki alveg klárar á miðstöðvartækninni í nýja bílnum - skemmst frá því að segja að við önduðum vel að okkur útblæstri annarra bíla í Hvalfjarðargöngunum.
  • Eytt 150% yndislegri helgi í Sunndal (í Bjarnarfirði á Ströndum) enda ekki við öðru að búast þegar tímanum er eytt með jafn miklu eðal fólki og þarna var á ferðinni. Svoleiðis aldeilis hægt að draga í sig orkuna á Ströndunum og hlaða batteríin.
  • Keypt mér glös í Kaupfélaginu á Drangsnesi (það bara hreinlega varð að koma fram þar sem farin var sérstök skoðunarferð í Kaupfélagið þegar ég fékk guided tour um Strandirnar)
  • Spilað Uno, Asna og ömmuspil þar sem Helga Björg átti gullkorn ferðarinnar: "Þetta spil er svo mikið damn it að ég er að drepast í fótnum."
  • Fengið búslóðina mína eftir aðeins rétt tæpa mánaðarbið og fengið að borga arm og fótlegg í toll fyrir hana - mikið var það nú ánægjulegt!
  • Farið í rafting með þeim eðalpæjum, Siggu og Möttu og vá hvað það var gaman. Stökk meira að segja tvisvar ofan af klettinum og út í Hvítá. Þetta verður pottþétt gert aftur - nú er bara að finna aðeins erfiðari á ;)

Næst á dagskrá fyrir utan vinnu er að fara heim í dýrðina og dásemdina á Happy Days næstu helgi. Er orðin svo spennt fyrir því að komast heim og hitta alla og svo ekki sé talað um hvað verður gaman að komast á alvöru ball :) Mamma á svo afmæli helgina á eftir þannig að ég verð heima í sumarfríi og aldrei að vita nema maður skelli sér í bakstur svona í tilefni af merkisdeginum :)

þriðjudagur, júní 05, 2007

Búin í prófum!

Loksins, loksins, loksins og bara með þokkalegum árangri. Nú er bara að pakka niður, selja eitt stykki búslóð (þekkiði ekki einhvern sem vantar dót??) og njóta lífsins þessa daga sem eftir eru.

Við Christian ætlum að halda sameiginlegt kveðjupartý í kvöld sem verður örugglega bara gaman eins og alltaf, heljarinnar grillveisla og áfengisbyrgðirnar skulu tæmdar ;)

Svo er planið að skoða sig aðeins um í Danmörku og njóta sólarinnar, kem örugglega ekki til með að blogga mikið fyrr en heim verður komið.

Þangað til næst, hafið það gott og verið góð hvert við annað :)

mánudagur, maí 28, 2007

La vida es un carnaval ...

... söng vinkona mín hún Celia Cruz hér um árið og ég held að hún hafi nú bara haft rétt fyrir sér. Helginni var eytt í Álaborg hjá Karolinu sem var svo yndisleg að bjóða mér í heimsókn svo ég gæti nú upplifað Karnival a la Álaborg áður en ég fer heim á Klakann.


Á föstudagskvöldið voru það atvinnumennirnir í Karnivalstemningunni sem sýndu listir sínar. Hópar héðan og þaðan úr heiminum sem komu í kuldann í Danmörku til að létta okkur lundina. Es más bello vivir cantando!

Eftir einn ei aki neinn - enda tókum við strætó ;)

Það voru samt rólegheit hjá okkur á föstudagskvöldinu (létum okkur þó ekki vanta í einn öl í tilefni dagsins) því aðalmálið var laugardagurinn þar sem búið var að plana svaka skrúðgöngu og við að sjálfsögðu í búningum svo við myndum ekki missa af neinu.
Rita og Marisol mættar í skrúðgönguna svo fínar og sætar

Við vorum mætt í "mátun" og morgunmat kl. 09.00 á laugardagsmorgun og svo var bara málið að sýna sig og sjá aðra í skrúðgöngunni. Þetta var alveg ótrúlega gaman og fyndið og skemmtilegt, sumir höfðu greinilega lagt mikla vinnu í búningana og voru flottir eftir því. Aðrir kanski ekki alveg jafn vinnusamir en aðalmálið að vera með. Eftir skrúðgönguna var farið "to the park" og þar var dansað og dansað og dansað. Var bara gaman og allt of langt síðan ég hef komist í svona salsa stemningu - pottþétt bætt úr því þegar heim verður komið!

The Bjarnabófar


Thank you for a great weekend Karolina, I had such a good time :) Hope to see you in Iceland soon ;)

miðvikudagur, maí 23, 2007

Svona verð ég!

65 ára gömul kona eignaðist dreng á fæðingadeildinni. Hún fékk að fara heim fljótlega og þegar ættingjarnir komu í heimsókn vildu þeir náttúrulega sjá barnið.
"Getum við séð barnið?" spurðu systur konunnar."Ekki strax" sagði móðirinn. "Ég ætla að laga kaffi og með því fyrst". Hálftíma seinna spurði annar ættingi - "Getum við fengið að sjá barnið núna?" "Ekki strax" sagði móðirinn. Eftir nokkrar mínútur spurðu ættingjarnir aftur, "Getum við séð barnið núna?" "Nei, nei - ekki strax" svaraði móðirinn. Ættingjarnir voru orðnir verulega óþolinmóðir og spurðu aftur - "Jæja,hvenær fáum við að sjá barnið?" "ÞEGAR HANN GRÆTUR" hastaði hún pirruð"ÞEGAR HANN GRÆTUR?" "Af hverju þurfum við að bíða þangað til hann grætur????."ÚT AF ÞVÍ, að ég gleymdi hvar ég setti hann!!"

þriðjudagur, maí 22, 2007

Átak - Dagur 1

Loksins, loksins, loksins er það byrjað og þó fyrr hefði verið! Hafði það af að fara út að hlaupa í morgun og nú skal spikið burt! Náði nú örugglega ekki að hlaupa nema 2x 400 m (ca. 2-3 mín í hvort skipti) en ég labbaði bara þeim mun meira ;)

Ekki annað hægt en að nýta sólina og góða veðrið í það að hreyfa sig og vonandi á þetta eftir að leka af manni. Annars langar mig í Boot Camp í sumar - er einhver með??

mánudagur, maí 21, 2007

Photos for Christian

Hope that you are not too bored studying :)

Próflestur og próf í aðalhlutverki þessa dagana, tvö búin og bara eitt eftir. Mannréttindi á dönsku í morgun - fékk að sjálfsögðu einu spurninguna þar sem maður þurfti að kunna á danska kerfið, þekkja gamlar lagabreytingar og svoleiðis skemmtilegt en sem betur fer tókst mér að komast frá því án þess að verða mér til algerrar skammar og fékk þessa líka alveg ágætu einkunn. Annars er skrýtið að reyna að einbeita sér að lærdómnum þegar fólk er farið að huga að heimferð og planlagning kveðjuveislna í hávegum höfð.

Leo og Óli í góðum gír
Leo minn, sæti og góði, hélt afmælis- og kveðjuveislu á föstudaginn og lét maður sig ekki vanta þó ég hafi nú ekki stoppað lengi vegna lærdómsins. Eins og sjá má af myndinni var hann leystur út með gjöfum og sæmdur heiðursorðu sem besti skiptineminn. Þetta var mikil gleði og mikið gaman og verst að þurfa að fara heim svona snemma.


Áróra, Óli og ég

Er öll eitthvað svo meyr og væmin yfir þessu öllu saman. Á svo eftir að sakna allra þessara yndislegu vina sem ég hef eignast síðasta árið - það er ekki annað hægt en að vera þakklátur og glaður með allt þetta góða fólk í kringum sig.

Christian var hress

Fleiri nýjar myndir undir maí 2007, samt ekki mjög margar því ég bara hreinlega missti mig í stemningunni og gleymdi að taka myndir.



fimmtudagur, maí 10, 2007

Allt tekur enda fyrr eða seinna

Er að átta mig á því að ég er alveg að fara að flytja heim. 9 mánuðir búnir að fljúga áfram og nú er ég búin að panta flugið heim og dagsetningin komin. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka til en samt verður skrýtið að fara héðan frá Danmörku. Þó svo að það að búa hérna eigi ekki sérstaklega vel við mig, hvorki fjárhagslega (alveg laust við það að það sé ódýrara að búa hér en heima) né persónulega þá hef ég nú haft það betur en margur og svo hef ég kynnst svo mikið af skemmtilegu fólki - og reyndar líka ekki svo skemmtilegu fólki en ég þarf aldrei að hafa samband við það meir ;)

Ég hlakka svo til að fara að vinna, að fá Önnu Maríu mína í heimsókn, að fara ísrúnt og í sund með Völlu minni, að hitta dömurnar í hláturskasti, að komast í gott spjall og skemmtilegheit hjá "ðí eisgardens", að knúsa alla villingana (ég sá voða lítið af þeim þegar ég kom heim), að fara í löns með lögfræðiskvísunum eða bara að njóta sólarinnar á austurvelli, að fara heim á Káta daga og síðast en ekki síst þá hlakka ég svo til þess að blokkin mín verði með fegurri blokkum bæjarins og ég er alveg að fara að flytja aftur í hana :)

Annars eru voða miklar pælingar í gangi varðandi sumarið. Verð að sjálfsögðu að vinna í ráðuneytinu "mínu" en er mikið að spá í hvort það gæti mögulega verið skynsamlegt að verða sér úti um kvöldvinnu svona til þess að minnka mínusinn aðeins ;) Ég veit bara ekki hvers konar vinna það ætti að vera því ég nenni ekki að vinna á veitingastað eða bar og ekki einu sinni þó ég fái borgað fyrir það ;) Svo þarf ég eiginlega að fara að hreifa mig í sumar líka því þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um annað þá hef ég ekki hreift á mér rassgatið síðan ég flutti til Danmerkur. Hér hjóla allir eins og geðsjúklingar en mér dettur það hins vegar ekki til hugar, finnst það með eindæmum leiðinlegt og hef ekki stigið á hjól síðan dekkin á gamla bleika hjólinu mínu bráðnuðu þegar kveikt var í bragganum hans pabba í gamla daga. Fæ seint fullþakkað þeim sem stóð fyrir því - sorrý pabbi minn, ég veit maður má ekki segja svona ;)

Hér rignir bara og rignir þessa dagana en það kemur ekki að sök því á mínu heimili er tekin við baráttan við bækurnar. Síðasta prófið 4. júní og þá verður nú heldur betur gaman. Svo þarf ég bara að fara að pakka niður og selja allt dótið mitt og ferðast svo aðeins um Danmörku áður en ég kem heim.

Júróvisjón í kvöld, væri svo til í að vera Laufey sem er í Helsinki núna og að sjálfsögðu löngu búin að tryggja sér miða á keppnina :)

sunnudagur, maí 06, 2007

Kapseladsen og afmælispartý

Allt að gerast og enginn tími fyrir lærdóm, verður fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður úr prófunum eftir enga lærdómsnennu þessa önnina og hvað þá núna þegar sólin er farin að láta sjá sig.

Á fimmtudaginn var það Kapseladsen eða Boat Race sem var aðalmálið og við létum okkur sko ekki vanta enda veðrið gott og ekki oft sem staðið er fyrir skemmtunum sem þessum hér við háskólann. Við vorum nú reyndar meira í því að njóta sólarinnar heldur en að lifa okkur inn í keppnina en það kom ekki að sök og var keppnin (já eða sólbaðið) hin besta skemmtun.

12.000 manns saman komin að fylgjast með deildunum keppa innbyrðis í "boðróðri" - þetta byrjaði þannig að liðin í fyrsta riðlinum kynntu liðin sín með ýmis konar gjörningum, Turtles mættu á svæðið og svo voru einhverjir með úlfalda og þar fram eftir götunum. Þegar öll liðin í riðlinum höfðu kynnt sig tók við kappróður þar sem farið var frá einum bakka háskólatjarnarinnar yfir á annan, þar var drukkinn bjór og snúnir 10 hringir umhverfis flöskuna og svo róið aftur til baka yfir á hinn bakkann. Til að gera langa sögu stutta þá endaði þetta með því að læknadeildin stóð uppi sem sigurvegari og hlaut hið gyllta bekken.



Við Áróra í sólinni á Kapseladsen
Óli átti svo afmæli þann 1. maí og var haldin afmælisveisla í tilefni þess á föstudaginn. Boðið var uppá þessa fínu kokteila og grillað í góða veðrinu. Eftir að sólin var horfin úr garðinum var haldið inn þar sem stuðið hélt áfram fram eftir nóttu, með dansi og mikilli gleði. Við gerðum svo allt brjálað á barnum þar sem menn dönsuðu upp á borðum og héldu ekki heim fyrr en undir morgun. Ég hló svo mikið að ég var með strengi í maganum daginn eftir og gott að taka eina svona skemmtun fyrir próflesturinn en eftir hann er ég ansi hrædd um að ég verði búin að gleyma hvað skemmtun er.

Óli afmælisbarn og Jón Anton með fína gjafavoucherinn

Lærdómurinn hefur nú tekið völdin enda kominn tími á ef ekki á illa að fara. Langar nú reyndar voða mikið til að sleppa prófinu sem ég á að taka á dönsku en get varla farið að láta spyrjast út um mig að ég sé alger aumingi - hvað með það þó maður skilji ekki almennilega hvað þeir meini með einni spurningunni, bara sleppa því að draga hana!

Búin að setja inn nýjar myndir undir maí 2007.

mánudagur, apríl 30, 2007

Det var hyggeligt


Já, við hugguðum okkur (d. hygge sig) sko aldeilis um helgina. Stefnan var tekin á Lønåvej á föstudaginn með Áróru og börnunum, í afslappelsi, lærdóm, sólbað og huggulegheit. Það er óhætt að segja að við höfum notið lífsins í þessa þrjá daga og lifað eins og hefðarfólk :)

Hvern hefur ekki dreymt um að búa á herragarði umvafinn sveitinni og náttúrunni, getað málað myndir eða unnið annars konar listaverk, eldað góðan mat og borðað hann undir tré í garðinum, kveikt varðeld á kvöldin eða sitja við arineld með góða bók eða við gott spjall - þannig var helgin hjá mér ef frá er talinn listadraumurinn en aðstaðan var þó fyrir hendi. Bíltúrar til nærliggjandi þorpa og bæja enda veit ég fátt betra en að skoða skemmtileg, krúttleg og jafnvel gamaldags lítil þorp. Það er eitthvað svo sjarmerandi við þau og svo heimilislegt og góður plús ef maður finnur genbrug búð þar sem hægt er að týna sér tímunum saman, minnir svolítið á ömmubúð heima á Þórshöfn.

Takk elsku Áróra, Ásgeir Karl og Eva Katrín fyrir yndislega helgi :)

Næst á dagskrá er svo "Kapsejladsen" á fimmtudaginn eða The Boat Race eins og það útleggst á skiptinemamáli ;) Það verður eflaust mikið fjör og mikið gaman.

Búin að setja inn tvo nýja myndapakka, annars vegar úr afmælinu mínu og svo hins vegar myndir frá Lønåvej :)

sunnudagur, apríl 22, 2007

Sumarið er komið, svona á það að vera

Laufey er búin að setja mig í kommentabann á síðunni sinni vegna bloggleti minnar undanfarið og því ekki annað hægt en að henda inn einu bloggi, svona í tilefni dagsins og sem þakkir fyrir manninn sem hún sendi mér í afmælisgjöf ;) Það er ekki að spyrja að því að hún veit upp á hár hvað mér er fyrir bestu; hann er dökkhærður, herðabreiður, með lopapeysuna upp úr nærskyrtunni og það sem er allra best, úr pappír! Held ég haldi þessum enda hangir hann fínn og sætur uppá ísskáp og er ekki með neitt vesen ;)

Er reyndar farin að halda að þetta sé eitt allsherjar plott allra í kringum mig og hefur staðið yfir síðan fyrir páska! Já, mig er nú farið að gruna ýmislegt! Þannig er nefnilega mál með vexti að foreldrarnir urðu svona líka ánægðir með málsháttinn í páskaegginu mínu (sem Anna María laumaði í innkaupakerruna mína í Bónus á Akureyri) - Betur draga tveir fuglar til hreiðurs en einn! Veit ekki hvað foreldrarnir hafa borgað Önnu Maríu, Bónus og Nóa og Síríusi fyrir þennan málshátt en eftir áralangar og áranguslausar tilraunir til þess að ég gangi út, eru úrræðin farin að bera vott um mikla örvæntingu. En þau þurfa ekki að örvænta úr þessu, þökk sé Laufey ;)

Íslandsferðin lukkaðist svona líka vel, var eiginlega bara alveg fullkomin :) Eftir að hafa vigtað hverja einustu flík og hvern einasta skó sem ofan í ferðatöskuna fór var haldið heim þar sem kápur og vetrarflíkur komu að góðum notum í kuldanum og vetrinum sem enn var á Íslandi.

Anna María mín bauð upp á gistingu í 2 nætur á Akureyri og var heldur betur dekrað við mig - henni hefur því verið fyrirgefið fyrir að hafa valið páskaeggið ;) Leið eins og drottningu eftir 2 daga og ekki versnaði það þegar ég komst heim í dýrðina og dásemdina til mömmu og pabba. Gott að borða, hestbak, ræktin og sundlaugin gerðu þetta að algeru fríi og svo var nú skemmtunin ekki langt undan. Litum aðeins á Eyrina á föstudags- og laugardagskvöld og geri aðrir betur. Skemmti mér svona líka vel bæði kvöldin og æðislegt að hitta allt þetta fólk sem ég hef ekki séð í svo langan tíma.

- systur mættar á barinn í öllu sínu veldi-

Páskadagur byrjaði eins og áður sagði með þessum líka fína málshætti sem vakti mikla lukku meðal allra sem hann lásu og var hengdur upp á ísskápinn til áminningar. Héldum svo í afmæli til Henrýs Jarls sem varð 1 árs og alltaf jafn sætur :) Borðaði svoleiðis yfir mig af kræsingunum þannig að ég hélt að ég myndi springa (það rétt slapp til - maður er nú orðinn skjólgóður af danmerkurdvölinni og ekkert betra en að komast í íslenska veislu :) Að sjálfsögðu var páskalæri í kvöldmatinn með tilheyrandi meðlæti og dásamlegheitum.

Eina sem mér fannst dálítið skrýtið við það að vera heima var að Joe og Gló eru bæði flutt að heiman - fullt af fullorðinsstigum sem þau fengu við það. Húsið svo sem ekki tómlegt en skrýtið að vera heima hjá sér og þurfa að fara út úr húsi og í heimsókn til systkinanna.

Reykjavík var aðeins minni afslöppun en dýrðin og dásemdin en skemmtileg eins og alltaf :) Markmiðið var að reyna að hitta sem flesta og gekk það að mestu leyti eftir. Kani fram á nótt á Grandaveginum, kaffi með lögfræðiskvísunum, búðarráp með ömmu og Ósk, lit og plokk og dekur, íbúðarúttekt á nýju íbúðinni hjá Völlu minni og gott spjall, ferðafundur vegna Barcelonaferðar með dömunum í S3, kaffi hjá Gumma og Gauju í nýju íbúðinni og svo loks matarboð í góðum félagsskap hjá Svönu og Binna, eins og þeim einum er lagið :) Tóta skutlaði mér svo út á völl á sunnudeginum eftir páska og þá var þetta bara allt í einu búið og raunveruleikinn með tilheyrandi bókalestri og prófundirbúningi tekinn við. Verð að viðurkenna að ég var alveg við það að pakka bara niður og fara strax aftur heim, það var svo gaman hjá mér og svo yndislegt að hitta aftur alla sem ég hef saknað svo síðan ég kom til Danmerkur :) Takk öll fyrir að gera þetta dásamlega 12 daga.

Af danmerkurlífinu er það að segja að það gengur sinn vanagang, hitastigið fer hækkandi og einbeitning fyrir skólabókunum fokin út í veður og vind. Ég reyndist verða einu ári eldri en þegar ég kom og í tilefni þess bauð ég krökkunum í íslenska lambalærisveislu sem vakti svona líka mikla lukku :) Afmælissöngurinn sunginn á 4 tungumálum fyrir mig í strætó fullum af fólki sem var bara ekkert vandræðalegt (eða þannig!) og bærinn svo málaður rauður eins og vera ber á tímamótum :)

Búin að setja inn myndir frá páskafríinu en reyni að setja inn myndir frá afmælinu fljótlega. Ekki ólíklegt að þær rati inn næst þegar ég fæ nóg af lestrinum.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Löggur og bófar

"Lögg' og bóa" var vinsæll leikur í Sunnuveginum í gamla daga, svo sem ekki skrýtið þar sem strákar voru í meirihluta í götunni en ástæðan fyrir því að ég lék hann oftar en ekki sú að stundum var dálítið langt að labba alla leið yfir lækinn til þess að komast í barbí ;)

Á vef Nyhedsavisen í dag kemur fram að börn á leiksólum Kaupmannahafnarsvæðisins leiki nú nýja útgáfu af þessum leik sem nefnist á frummálinu "Politiet mod Ungdomshuset" eða Lögreglan á móti Ungsómshúsinu á hinu ástkæra ylhýra. Í þessari nýju útgáfu eru mótmæli og vegatálmar í aðalhlutverki og barnsraddir sem kalla "lögregluofbeldi" heyrast inn á milli!

Væri svo miklu meira en til í að vera fluga á vegg þegar þessi leikur er leikinn :) Bara fyndið og jafnvel svolítið krúttlegt hvað þau eru fljót að grípa það sem gengur á í samfélaginu hverju sinni ;)

Vildi annars bara minna á að ég er að koma heim eftir 5 daga!

þriðjudagur, mars 27, 2007

Home Sweet Home

Jamm, breytt plön og ég á leiðinni heim í páskafríinu :) Ætla meira að segja að fara alla leið í dýrðina og dásemdina til mömmu og pabba og láta stjana aðeins við mig ;)

Allavega, kem heim um kvöldið 3. apríl og fer svo á Akureyri, Valla mín svo góð að ætla að kippa mér með þeim hjónakornum og Anna María mín búin að búa til pláss fyrir mig hjá sér. Við ætlum svo að vera mestu pæjurnar á Eyrinni í 2 daga, fara á kaffihús og gera allt sem okkur dettur í hug.

Vantar svo reyndar far heim í dýrðina og dásemdina á föstudaginn langa en viss um að Guðmundur Hólm sér mér fyrir eðalvagni ef það reddast ekki öðruvísi ;) Hlakka svo til að koma heim og hitta fólkið mitt, slappa af og borða góðan mat og fara í sund og fara út að hlaupa og ... og... og. Allt of langt síðan ég hef verið heima (næstum 1 og 1/2 ár) og þetta verður æðislegt :) Eygló, er Odinn reddí fyrir partý???

Stefnan er svo tekin á Reykjavíkina við tækifæri svo ég missi nú ekki af neinu ;) Vonast til þess að hitta sem flesta og gera sem mest :)

Hef svo líka sett inn nýjar myndir undir mars 2007 !

Hlakka til að sjá ykkur!

fimmtudagur, mars 22, 2007

Allt að gerast

Skattskýrslan alveg að klárast - sem betur fer ! Finnst mjög einkennilegt af hverju starfsmenn ríkisskattstjóra hafa aldrei verið tilnefndir til sérstakra verðlauna fyrir einstaka þjónustulund og glaðværð. Þurfti nauðsynlega að hafa samband við skattinn svo ég væri nú með það 100% pottþétt hvað ég þyrfti að senda með skattaskýrslunni minni. Konan sem ég talaði við í sérstöku þjónustuveri sem sett hefur verið á laggirnar vegna skattskila landans var svo HRESS að ég hélt hreinlega að hún myndi hrökkva uppaf úr leiðindum á meðan hún svaraði þeim spurningum sem ég hafði. Í stað þess að lesa yfir konugreyinu um þjónustörf og þjónustulund setti ég í gleðigírinn og hef sjaldan á ævi minni verið jafn kurteis og indæl og ánægð með lífið og tilveruna sem endaði með því að ég þakkaði konunni vel og innilega fyrir veitta aðstoð og óskaði þess að hún ætti nú góðan dag :)

Gleðilegri fréttir eru hins vegar þær að dömurnar eru búnar að bóka ferð í Barcelona í byrjun september :) Aðeins 162 dagar í brottför og ekki seinna vænna en að fara að huga að undirbúningi! Eðal ferðafélagar sem gera það að verkum að ferðin getur ekki annað en heppnast frábærlega - Spurning hins vegar um hvort gera þurfi borgaryfirvöldum viðvart vegna inrásarinnar þar sem við eigum eftir að mála bæinn rauðan með tilheyrandi "dömulegum" hlátrasköllum og látum :)

Svo má ekki gleyma litla prinsinum þeirra Jóhönnu og Guffa sem kom í heiminn í gær, svolítið löngu fyrir áætlaðan tíma og var hann bara 6 merkur elskulegastur. Til hamingju með viðbótina við fjölskylduna elskurnar, vona að allt gangi vel og hlakka svo til að koma heim og fá að knúsa ykkur öll :)

Þangað til næst, verið góð hvert við annað og njótið þess að vera til :)

sunnudagur, mars 18, 2007

Lærdómurinn enn einu sinni

Ójá 2 bls. lesnar í evrópurétti í dag - meira en lesið hefur verið í því ágæta fagi síðastliðinn mánuðinn - Batnandi mönnum (konum) er best að lifa ;) Hins vegar búin að afreka það að setja inn myndir frá Eyglóarheimsókninni og bara fallegar myndir þar á ferð eins og vanalega.

Hadda átti afmæli í gær! Til hamingju með daginn gamla mín, vona að þið hafið getað fengið ykkur við því í tilefni dagsins ;)

Spánn hefur vinningsstöðu í páskafrís-samkeppninni, það er hvort eð er orðið svo stutt þangað til ég kem heim. Ég veit þið saknið mín ógurlega (enda þarf ég að hafa mig alla við svo ég geti svarað þessum gríðarlega fjölda kommenta á síðunni) en ég verð að hryggja ykkur með þeim fréttum að eins og staðan er núna hlotnast Santiago de Compostela væntanlega sá heiður að vera nærveru minnar aðnjótandi yfir páskahátíðina. Svo fékk ég líka páskaegg frá Glóunni minni þannig að ég þarf engu að kvíða ;)




fimmtudagur, mars 15, 2007

Shakira, Shakira!!

Þá er Glóan mín farin og ég ein í kotinu aftur. Tíminn vægast sagt búinn að fljúga áfram og búið að vera svo gaman hjá okkur. Lydia, vinkona mín frá Spáni, kom á miðvikudaginn síðasta og var hjá okkur fram á sunnudag þannig að það er búið að vera mikið líf og fjör.

Tónleikarnir með Shakira standa að sjálfsögðu uppúr enda bara flottust :) Lögðum í hann upp úr hádegi á föstudaginn (sumar hressari en aðrar eins og gengur) á fáknum hennar Áróru sem skilaði okkur örugglega uppá hótel í Álaborg. Þar lágum við nú bara í leti fram að tónleikunum enda tilgangurinn með ferðinni að slappa af og njóta þess að vera til. Lentum að sjálfsögðu í röð dauðans til þess að komast inn í Gigantium þar sem tónleikarnir voru haldnir en þetta hafðist á endanum og tók þá við biðin endalausa eftir því að tónleikarnir byrjuðu. Komum okkur vel fyrir, í miðri þvögunni, með gott útsýni á sviðið því við ætluðum sko ekki að missa af neinu og svo biðum við og biðum og biðum og svo mætti upphitunaratriðið sem var ekki alveg að gera sig og svo biðum við og biðum og biðum eftir aðal atriðinum. Gáfumst upp á að bíða í þvögunni áður en hún mætti á sviðið enda gamlar konur komnar með í bakið af því að standa í svona langan tíma og geta varla hreyft sig ;) Öll biðin var svo fyrirgefin þegar Shakira vinkona mín mætti loksins á sviðið og söng svona líka fallega og dansaði fyrir allan peninginn. Óvæntur bónus við tónleikana að hitta þar Þórhöllu frænku, Öddu og Evu Dögg sem áttu ekki von á að hitta okkur frekar en við þær :) Verst að þær skyldu ekki geta komið með okkur í bæinn eftir tónleikana en það hlýtur að koma annað tækifæri til þess ;) Takk fyrir kvöldið stelpur, æðislegt að hitta ykkur svona óvænt :)

Laugardeginum var svo eytt að mestu í Álaborg þar sem við fundum þetta ótrúlega kósý kaffihús með þvílikt girnilegum matseðli og góðum mat (eitt af því sem vantar í Árósum). Eftir kósýheitin átti svo aldeilis að taka búðarrápið með trompi en okkur var því sem næst hent út úr búðunum því í Álaborg loka þær enn fyrr en í Árósum!! Létum það ekki á okkur fá og fundum búðirnar sem voru opnar til fimm og keyptum og keyptum fyrir allan peninginn :) Drifum okkur svo heim enda ekki seinna vænna því búið var að boða til partýhalds í Skejbytoften og átti eftir að gera og græja. Eins og alltaf var bara gaman að fá allt liðið í partý (allavega þangað til daginn eftir) og bærinn klikkaði ekki frekar en vanalega. Kebab-ið setti svo punktinn yfir i-ið og endaði gott kvöld.

Kaffihúsaferð á sunnudaginn þar sem flestir komu til að kveðja Lydiu. Djúpar rökræður um siðferðileg málefni sem enduðu á að fólk féllst á að vera sammála um að vera ósammála. Við systur fórum svo út að borða á mánudag og vildi svo vel til að við sáum fullt af búðum sem við höfðum ekki komist yfir að fara í þannig að verkefni þriðjudagsins voru næg ;) Vorum svo boðnar í dýrindis pestókjúkling til Áróru á þriðjudagskvöldið og ekki var verra að fá heimagerða ostaköku í eftirmat. Niðurpakk þar sem ég gat komið nokkrum flíkum með í yfirvigtartösku Glóunnar minnar og svo var hún bara farin á miðvikudaginn og skildi mig aleina eftir. Takk fyrir komuna engillinn minn, hlakka til að sjá þig aftur í Reykjavíkinni í sumar :)

Set inn myndir af herlegheitunum síðar - nenni því ekki núna ;)

miðvikudagur, mars 07, 2007

Shop untill you drop!!

Allar svo appelsínugular og fínar eftir verslunarferð gærdagsins, markmiðið var að kaupa ekkert svart og var staðið við það að mestu leyti ;) Vorum mjög þreyttar þegar heim var komið enda ekki nema fyrir hörðustu atvinnumenn að versla í 8 tíma streit og ekki verið gert hér á bæ síðan við Anna María hreinsuðum út úr öllum betri búðum Árósa ;)

Aros listasafnið varð svo nærveru okkar aðnjótandi í dag en þar stendur yfir núna sérleg sýning á verkum Paul McCarty, sem er að mínu mati alvarlega veikur í höfðinu. Skil ekki hvernig sumt fólk hugsar og get bara ekki séð listina við það að sýna hjólhýsi útatað í Hersey's sírópi og myndband þar sem sýnt er hvernig 3 manneskjur maka á sig sýrópinu og velta sér um allt hjólhýsið og það var þó það skársta í sýningunni, allt svo skítugt og blóðugt og ógeðslegt. Frumlegheitin þvílík að ég sá ekki alveg listina.

Stefnan tekin á Álaborg á föstudaginn þar sem við systur, ásamt Áróru og Lydiu, ætlum að hrista mjaðmirnar með Shakiru - það verður bara gaman - Shakira, Shakira!!

Miklar pælingar í gangi varðandi páskana, er jafnvel að spá í að fara heim, þ.e. Reykjavíkur heim en ekki alveg heim heim þó það sé allt of langt síðan ég var heima síðast.


Svo á hún Stína mín elskulegust afmæli í dag, orðin 30 ára skvísan :) Til hamingju með daginn dúllan mín, vildi svo óska að ég kæmist norður í afmælið um helgina en við fögnum bara all rækilega í sumar í staðinn :)

fimmtudagur, mars 01, 2007

Magnað

Þegar manni finnst maður vera búinn að eyða tæpu ári í tóma vitleysu þá er ekki gaman að vera til ! Það eina í stöðunni virðist hins vegar vera að læra af reynslunni og reyna að muna næst að maður er orðinn of gamall fyrir svona unglingaævintýri.

Glóan mín að koma ekki á morgun, ekki hinn, heldur hinn :) Það verður mikil gleði í gullulandi þá :)

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Ferðahugur

Sem mótmæli við flensunni, sem virðist hafa yfirtekið líf mitt þessa dagana, dreif ég mig út í fyrradag og tók nokkrar myndir af snjónum sem hefur sett Danmörku á annan endan. Ekkert nema gott um það að segja enda sjaldan verið jafn fegin því að komast út úr húsi ;) Mjög svo fúl yfir því að hafa eytt heilli viku í þessa vitleysu og enn fúlli þegar ég fór að pæla í því hversu mun betur tímanum hefði verið varið hefði ég bara ákveðið að skrópa í skólann og drífa mig til útlanda - eitthvert þar sem sólin skín nota bene!

Nú hefur flensan að mestu leyti yfirgefið svæðið en mig langar enn til útlanda! Páskarnir á næsta leyti og mig langar svooo að gera eitthvað skemmtilegt - ég meina maður getur nú alveg lesið skólabækurnar í sólbaði ;) Vil því hér með óska eftir ferðafélaga í viku eitthvert þar sem veðrið er gott og sólin skín. Þá vil ég einnig óska eftir vinningi í lottóinu því peningatréð sem óskað hefur verið eftir hefur ekki skilað sér til mín ;)


Glóan mín að koma eftir viku :) Ég hlakka svo til að sjá hana að ég get eiginlega ekki beðið og það er ekki bara af því að hún kemur með allt sem mig langar mest í frá Íslandi (nema fisk - pabbi er búinn að lofa að elda bara fisk handa mér í viku þegar ég kem heim) heldur líka af því að hún er nú einu sinni uppáhalds litla systir mín :) Það er því ekki orðið seinna vænna en að fara að plana sætsíing og komast að því hvað er um að vera í stórborginni Árósum næstu 2 vikurnar.